Andlegt ofbeldi, erfitt að sanna

Frakkar ætla að setja lög sem banna andlegt ofbeldi í hjónabandi, það er sko af hinu góð, en það verður erfitt að sanna það, nema að makinn hafi vit til að taka upp ofbeldið.

Mín skoðun er sú að að ef eigi gengur að tala við þann sem beitir ofbeldinu, fara fram á að sá aðili leiti sér hjálpar, ef sá er eigi tilbúin að gera slíkt þá að mínu mati er eina lausnin að skilja, en það getur nú tekið tíma sinn fyrir fólk að skilja það, eða það vil reyna til hlítar, en það endar ætíð á skilnaði.

Ofbeldi af hvaða toga sem er hættir aldrei ef ekkert er að gert.

Rétt er hjá lögfræðingnum Laurent Hincker, sem styður frumvarpið, að andlegt ofbeldi sé eigi eini glæpurinn sem erfitt sé að sanna, en ef það séu til lög um þessi mál þá er auðveldara fyrir fólk að ná fram sýnum rétti.

Ég hef upplifað ofbeldi bæði hjá mér og öðrum og það er ekki fallegt og svo merkilegt að ef fólk rís upp og gerir eitthvað í málinu þannig að ofbeldis-fólkið sér að það kemst ekki lengra þá snýr það við blaðinu og á svo hræðilega bágt því makinn hafi verið svo vondur, þetta eru náttúrlega fársjúkar manneskjur.

Þeir sem eru á móti frumvarpinu í Frakklandi telja að yfirvöld eigi ekki að skipta sér af heimiliserjum og telja að erfitt sé að skilgreina ofbeldi, það tel ég ekki vera og hver á að grípa inn í ef ekki yfirvöld.

Stuðlum öll að ofbeldislausu Íslandi
bæði á börnum, mönnum og konum.

Kærleik og gleði á línuna
Milla
Heart


mbl.is Ætla að banna andlegt ofbeldi gegn maka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt

er algjörlega sammála þér

Sigrún Óskars, 6.1.2010 kl. 13:23

2 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Góð færsla. Athyglisverður þessi punktur um að yfirvöld eigi ekki að skipta sér af heimiliserjum, það hefur nú stundum reynst erfitt að að koma lögum yfir ofbeldi sem þrífst innan veggja heimilisins, það þekkist nú víðar en í Frakklandi.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.1.2010 kl. 18:28

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Sigrún fyrir innlitið og gleðilegt ár til þín og þinna

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2010 kl. 19:45

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Blessuð Margrét Birna og takk fyrir þitt innlegg, já einkennilegt að einhver skuli segja að yfirvöld eigi ekki að koma að heimiliserjum, og  það hefur löngum verið erfitt að koma lögum yfir þá ofbeldis menn/konur sem iðka það innan veggja heimilisins.

Það vantar fleiri og betri lagaheimildir, þó þær hafi nú batnað á undanförnum árum.
Einnig vantar svo margt í framgöngu okkar í þessum málum, það þarf að kenna, styrkja og láta vita af því að það er í lagi að segja frá.

Gleðilegt ár til þín og þinna.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.1.2010 kl. 19:52

5 identicon

Það er víst ábyggilegt að andlega ofbeldið er víða og ekki verður nú auðvelt að sanna það nema að eiga upptöku af því. Svo er það örugglega misjafnt hvað fólk telur vera andlegt ofbeldi þannig að það verður erfitt að dæma í svona málum. Þetta fer í raun eftir því hvað hver og einn er viðkvæmur fyrir. Ég er kannski viðkvæm fyrir allt öðruvísi orðum heldur en þú og svo er ekki sama hver segir þessi orð. En síendurtekin neikvæð athugasemd um einhvern er auðvitað ekkert annað en andlegt ofbeldi. Ég held að flestir hafi upplifað einhvers konar andlegt ofbeldi annað hvort heima eða í vinnunni eða hvor tveggja. 

Knús og meira knús.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.1.2010 kl. 16:22

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tek undir þetta Jónína mín, þarna er vandi á ferð, en ég held að ef maður er ekki viðkvæmur þá virkar ekki ofbeldið, en kannski hvað veit ég svo sem um það, veit bara hvað snýr að mér.

Kærleik til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.1.2010 kl. 22:25

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þakk fyrir þennan þarfa pistil Milla mín.   Víst er allt ofbeldi andstyggilegt, og á að reyna allt til að uppræta.  Það vill nú svo til að langflest andlegt ofbeldi fyrir utan einelti í skólum og vinnustöðum, fer fram innan veggja heimilanna, því miður.  Athygliverður punktur sem þú segir að ef tekið er á móti koðni ofbeldismaðurinn niður.  Það gæti því verið ráðlegt að hefja námskeið við viðbrögðum við ofbeldi.  Hreinlega kenna fórnarlömbum ofbeldis að takast á við ofbeldismennina. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.1.2010 kl. 11:04

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það væri bara snjallt Ásthildur mín, það er bara svo oft sem maðurinn eða konan eru búin að brjóta niður allt sjálfsmat hjá hinum aðilanum, en ef fólki er sagt og kennt að allur ótti er af hinu vonda fyrir mann sjálfan og það er í lagi að segja bara nei takk, þá kemur þetta smá saman.
Eitt er alveg bráðnauðsynlegt og það er að segja frá og það öllum sem heyra geta, engan feluleik, ég tala af reynslu.

Kærleik í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.1.2010 kl. 14:00

9 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég þekki konu, sem reyndar er skyld mér, sem beitti mann sinn þvílíku andlegu ofbeldi að ég hef aldrei séð annað eins. Þetta var gæfur maður og dálítið lítill í sér, en eftir nokkur ár í sambúð var hún búin að gera úr honum ofbeldismann - ekkert rosalegt kannski, en samt, hann danglaði í hana á fylleríum. Hún hafði búið með öðrum manni áður sem líka lamdi hana.

Kannski ljótt að segja það, en sannleikurinn er ekki alltaf fallegur: ég gat alveg skilið að manngreyið missti stundum stjórn á sér og tuskaði hana til, eins og hún lét í honum. Þarna sá ég svart á hvítu að andlegt ofbeldi er ekkert skárra en líkamlegt ofbeldi.

Baldur Hermannsson, 8.1.2010 kl. 15:57

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er rétt hjá þér Baldur minn andlegt ofbeldi getur leitt af sér annað mun verra.
Ég tala ætíð um bæði kynin er ég minnist á þessi mál, ég þekki einnig báðar hliðar, í þessu tilfelli sem þú talar um hefði verið best fyrir manninn að yfirgefa konuna, þá kannski hefði hún vaknað til lífsins með hvað hún væri að gera.

Ég þekki vel dæmi þar sem konan er veik á sinni að allra mati nema hennar eigin, og mundi hún aldrei koma til vits og viðurkenna það, því allir eru bara vondir við hana, en auðvitað er hún verst við sjálfan sig.

Það eru svo margar ástæður fyrir ofbeldi, en nauðsynlegt er að fá fólk til að viðurkenna það og leita sér hjálpar ekki bara er það er búið að skaða allt í kringum sig, þar komum við til verðum að segja frá.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.1.2010 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband