Að vera sjálfum sér trúr

Er bara ekki auðvelt, það er að segja ef ég vill ekki verða óvinsæl, talin skrýtin eða vera bara ekki með á nótunum, þeim nótum sem flestir telja vera réttar.

Allt lífið hef ég verið að þroskast, breytast, hreinsa út, sem tekur allt lífið að gera. Síðan ætla ég að byrja að lifa samkvæmt því sem mér finnst farsælast, sko fyrir mig, er ekki að ætlast til að aðrir geri slíkt hið sama, en þá fara þessir aðrir jafnvel að stjórna því þeir eru svo fastir í því hvernig á að lifa lífinu, sem ég er ekki tilbúin að samþykkja að sé það rétta fyrir mig.

Að segja sannleikann og svara samkvæmt því sem mér finnst vera rétt fellur ekki ætíð í kramið, fólk þarf ætíð að taka öllu svo persónulega, argast út í mig, kann ekki að virða það sem mér finnst vera sannleikur, sem þarf ekki að vera réttur, en hann er allavega mín skoðun.

Oft er ég er búin að segja eitthvað við einhvern kemur óttinn, missterkur, en ég þarf að skoða hann og oftast er hann frá einhverju gömlu og reyni ég að hreinsa hann út það er nefnilega í lagi að segja það sem manni finnst og sá sem maður segir það við á að hafa þroska til að taka því rétt.

Allir þurfa að lifa í öryggi og vera hamingjusamir allavega ég, það getur tekið  langan tíma að ná því markmiði og jafnvel mörg líf.

Ef ég er spurð hvort ég sé hamingjusöm, segi ég já, því að mörgu leiti er ég það, ég er yfirmáta hamingjusöm með mitt fólk og afar þakklát fyrir það líf sem ég á í dag, en lengst niðri í sálartetrinu er ég ekki hamingjusöm því ég á svo mörg mál óleyst og úthreinsunin er langt frá því að vera búin, ég er bráðlát og málin eiga að gerast helst í gær, en svoleiðis gerast ekki kaupin á eyrinni, helst vildi ég ráðast að öllum þeim sem ég á eitthvað óuppgert við og afgreiða þau mál, en ef ég mundi gera það mundi sá sem ég réðist að ekkert vita hvað ég væri að babla um því engin sér málin eins. Þarf að vinna þetta með sjálfri mér og þolinmæðin þrautir vinnur allar.

Málið er að ef ég ætla að vera trú sjálfri mér, þá særi ég mann og annan, ef ég er ekki trú sjálfri mér særi ég og svík sjálfan mig stórum, " Hvort er betra?"

Kærleik og gleði til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Flottur pistill

Ragnheiður , 14.2.2010 kl. 19:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragga mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.2.2010 kl. 21:29

3 identicon

Já Milla mín það birtir alltaf meira og meira í sálartetrinu eftir því sem fleiru er mokað út.

Knús til þín elskuleg þú ert svo dugleg.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 11:12

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er eins og þú sagðir einu sinni, fólkið sem á í hlut veit ekkert hvað felst í minni hugsun þers vegna verður maður að leysa þetta sjálfur.

Síðan þín Jónína mín, Viska og gleði hefur hjálpað mér mikið og ekki er nú síðra að fá hjálpina frá þér.

Ekki er ég nú alveg komin á það plan að sætta mig við þó ég hafi ákveðið það og mun ég standa við það þann tíma sem ég setti mér, en eitt er þó komið að mestu, ég er farin að vinna bara út frá mér einni, það er jú ég ein sem er að vinna að betra lífi fyrir mig.

Takk fyrir mig ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.2.2010 kl. 14:05

5 identicon

Já það er víst bara þannig að maður getur bara unnið með sjálfan sig út frá því hvernig manni líður með þetta eða hitta. Það er ekkert víst að öðrum finnist það vera einhver sannleikur sem manni finnst sjálfum vera heilagur sannleikur. Fólk upplifir hlutina á svo mismunandi hátt það er líka svo margt sem liggur í undirmeðvitundinni sem við erum svo lengi að fatta.

Knús og kærleikur mín kæra vinkona.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband