Vaknaði við símann í morgun

Það var Milla mín að spyrja hvort ein lítil mætti vera í dag, eins og það þyrfti nú að spyrja að því.
Nú við drifum okkur á fætur í sturtu og morgunmat, þá kom hún litla ljósið klædd sem lítið barn með freknur, það er nú einu sinni öskudagurinn þó maður geti ekki farið út og fengið sælgæti út á smá söng, þá er það allt í lagi því afi fór bara niður í búð og keypti bæði hollt og óhollt,

Við borðuðum svo brauð með skinku eggjum og tómötum og að sjálfsögðu mjólk með, núna kúrir hún undir sæng og er að horfa á mynd.

100_9502.jpg

Hér er fallega ljósið mitt, var að horfa á jólamyndbönd á You Tube

100_9504.jpg

Og hér er hún einnig þessi elska.

Þegar hún kom í morgun vildi hún fara með vísu fyrir ömmu, við
settumst í sófann í stofunni og hún færði mér þessa yndislegu vísu
sem hún lærði á leikskólanum.

Þumalputti er mamma
sem var mér mest og best
vísifingur er pabbi
sem gaf mér rauðan hest
langatöng er bróðir
sem býr til falleg gull
baugfingur er systir
sem prjónar sokka úr ull
Hér er allt fólkið
svo fallegt og nett
fimm eru í bænum
ef talið er rétt
ósköp væri gaman
í þessum heim
ef öllum kæmi saman
jafn vel og þeim.


Amma táraðist, hún fór svo fallega með þulu þessa
og það væri svo óskandi ef allt gæti verið
svona á milli fólks.

Kærleik í daginn ykkar
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 13:42

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ragna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2010 kl. 13:48

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 17.2.2010 kl. 17:01

4 identicon

Mikið var þetta sætt.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 17:05

5 identicon

Sæl Milla og takk fyrir kveðjuna um daginn, vona að þú sért að hressast. Ég fer stundum inn á þessa síðu og hef gaman að fylgjast með ykkur, vonandi er það í lagi, gaman að sjá hvað dóttir Millu er lík henni þegar hún var lítil, Kveðja Erla Kidda Lár.

Erla Kristinsd. (IP-tala skráð) 17.2.2010 kl. 17:18

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jónína mín, þetta litla ljós mitt er alltaf að gleðja mig og við erum svo miklar vinkonur

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2010 kl. 18:56

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæl elsku Erla mín, auðvitað máttu koma hér inn eins oft og þú vilt, við erum nú búin að þekkjast eiginlega síðan þú fæddist, já ég er að hressast, en það mun taka tíma, en ég er alveg róleg.
Mér fannst afar gaman að kynnast tengdaforeldrum þínum, þau eru yndisleg rausvekjandi og góð og það er leitt að tengdamóðir þín skuli vera með þennan sjúkdóm, en við ráðum víst engu um það.

Aþena Marey er afar lík mömmu sinni og mér finnst hún eiginlega eins og Jórunn föðuramma mín, en svo er Viktoría Ósk alveg eins og mamma hans Ingimars.

Elskuleg þú getur nú alveg látið sjá þig svona ef þú hefur tíma
Kærleik til þín og þinna og kveðjur til tengdó.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.2.2010 kl. 19:04

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

En hvað hún er yndisleg þessi elska.  Og ég get skilið að þú hafir tárast við ljóðið.  Þau eru bara það besta sem við eigum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.2.2010 kl. 15:49

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er svo satt hjá þér kæra vinkona.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2010 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.