Brestir.

Já hverjir eru mínir brestir, jú þeir eru ótal og hafa verið í gegnum árin, bara rétt eins og er ég vildi vera fínust og flottust, það kallast snobb, drottinn minn dýri hvað ég var heimsk að taka þátt í þessu og það var mér meira að segja á móti skapi.

Ætíð vissi ég betur en aðrir og mínar skoðanir voru ætíð réttar, bull og rugl, en sem betur fer þroskaðist  ég  eftir því sem ég varð eldri, núna í áraraðir virði ég skoðanir annarra, og ætlast til að aðrir geri það sama við mínar skoðanir, það er nefnilega svo misjafnt hvernig við mannfólkið lítum á málin og hver á að dæma hvað er rétt í þeim.

Hvernig manneskja ert þú ?
Result: Sjálfstæð manneskja.Þú vilt gera allt á þinn hátt, ert svolítið stjórnsöm/samur en samt í hófi. Þú vilt hafa allt í röð og reglu og vilt ekkert hangs með að gera hlutina. Þú segir að þú ætlir að gera eitthvað og stendur svo sannarlega við það. Sumu fólki líkar það í fari þínu en sumt fólk ...fær hreinlega ógeð þannig ég myndi passa mig svolítið, en samt alltaf gott að vera sjálfstæð því þá kanntu að koma þinni skoðun á framfæri.

Þetta kom út úr könnun um hvernig manneskja ég er, og er ég nokkuð stolt af þessu, á mjög vel við mig.

Að vera stjórnsöm er brestur stór, en hann hefur með árunum minkað afar. Ég vil hafa allt í röð og reglu og þoli ekki óreiðu, það er jú brestur, en trúlega kemur mér einni við, nei núna fór ég í meðvirkni með sjálfri mér, að vera með fullkomnunaráráttu kemur öllum við í kringum mig.

Að hangsa við hlutina og gera illa það sem er verið að gera, kalla ég að vinna fyrir aftan rassgatið á sér, og tel það vera óþolandi vinnubrögð. Ég vil frekar hafa draslarý hjá mér í einn dag í viðbót og vinna síðan vel  að málum.

Hjá mér mega samt allir vera eins og þeir vilja, ég súta það ekki þó að blotni dúkar eða brotni eitthvað drasl, þetta eru hvort sem er dauðir hlutir.

Já ég stend svo sannarlega við það sem ég segi, það getur nú varla kallast brestur því það er mín ákvörðun, hvort sem hún er jákvæð eða neikvæð, sko þá aðallega í skoðunum annarra.

Nú ef einhver fær ógeð á mér í sambandi við mína bresti eða kosti þá er það ekki mitt mál, svo einfalt er það.

Svo er eitt, hvað eru brestir, hver á að dæma um það og ef ég er ekki að meiða neinn þá má ég bara hafa allt eins og ég tel vera rétt og satt.

Annað sem fólk skal athuga, það hefur engin leifi til að dæma, vera með fordóma eða setja út á mínar skoðanir.

Þeir sem þekkja mig skilja að ég er að vinna er ég skrifa svona og ég þarf að koma þessu frá mér og tel ég bloggsíðuna mína góða leið til þess.

Ljós og gleði til ykkar allra
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband