Morgungleði

Gæti að sjálfsögðu verið ógleði ef ég mundi fara að hugsa og skrifa um allt ruglið sem stendur í blöðum, svo ég tali nú ekki um eyrnakonfektið sem mér er fært á silfurfati er ég voga mér að setjast í stofuna á fréttatíma, en yfirleitt er ég að vinna á tölvuna á þeim tíma.

Er bara ekki að skilja ruglið í þessu fólki og þau telja að við trúum öllu, talað er um að nú sé verið að vinna saman að lausn mála, en samt geta sumir undir rós, svona aðeins pikkað í hina, jæja ég nenni ekki að tala um það.

Í gær átti eini sonur minn og yngsta barn afmæli, hann varð 37 ára, konan hans er Solla og eiga þau 4 börn, Kamillu Sól 12 ára, Viktor Mána 9 ára, Sölva Stein 2 ára og svo litlu óskýrðu mýuna, sem er  1 mánaða, en það á að skýra hana 1 apríl og það er ekki gabb.

fe_gar_me_hana_956146fusi_me_thau.jpg

Fúsi minn með Sölva Stein og Mýuna nýfædda

systur.jpg

Systur, elst og yngst.

me_litluna.jpg

Viktor Máni með mýuna, yndisleg saman, hann er stoltur bróðir100_8749.jpg

Þetta er hún Solla mín með Millu minni, flottar mágkonur.

100_8772.jpg

Sú sem á okkur öll er hún mamma og verður hún að vera með,
henni langaði svo í pulsu með öllu og fékk það.
Tekið er við vorum í bænum síðast.

Þetta er nú Fúsa og Sollu fjölskylda og hlakka ég mikið til að
hitta þau í endan mars.


Kærleik í daginn
Milla
Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2010 kl. 12:51

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Til hamingju með soninn og þetta flottu fjölskyldu Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.2.2010 kl. 11:38

3 identicon

Til hamingju með soninn Milla mín, hún mamma þín er nú algjör rúsína að óska eftir pylsu með öllu.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 23.2.2010 kl. 12:04

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskurnar, já hún mamma er engri lík á tímabili vildi hún bara roostbeef samlokur og svo náttúrlega kókósbollur og Remí kex.

Knús til ykkar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 23.2.2010 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.