Afgangar

Ætlaði að hafa gljáðan þorsk í kvöld, en hann var ekki orðin nægilega þyðinn svo ég skellti smá salti yfir  og borða hann annað kvöld með rófum, gulrótum og kartöflum, ekki má gleyma rúgbrauðinu.

Átti smá afgang að spaghetti bolones í frosti, hitaði það og til að bæta upp magnið sem ekki var mikið gljáði ég lauk, hvítlauk, epli, gulrætur, brocoli og rósinkál á pönnu og kryddaði með Ítölsku frá nomu, setti sýrðan yfir og rifin ost, bara lostæti.

Ég hendi aldrei neinum mat allt er notað og það er svo frábært er maður á fullt af grænmeti í ísskápnum, og í staðinn fyrir að henda því skera það niður á pönnu krydda með því sem þú ert í skapi fyrir hverju sinni, hella yfir þetta eggjahræru, O LA komin toppmáltíð.

Kærleik á línuna Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

MMMMMMMMMMMM

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 22:10

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín Ragna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.3.2010 kl. 08:36

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hljómar vel Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2010 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband