Það er ekkert að garast

Það er ekkert að gerast í þessu landi, sagt er að þetta og hitt sé komið á koppinn og aðrar framkvæmdir séu tilbúnar til útboðs, en fjandinn hafi það ekkert er verið að gera haldbært fyrir fólkið í landinu.

Eins og ævilega þykjast menn ekki vita  hversu ástandið er alvarlegt, hugsun þeirra syndir fram hjá almúganum án þess svo mikið sem að líta til okkar, við erum skömmin í þjóðfélaginu, en þeir vita ekki blessaðir ráðamennirnir að skömmin er þeirra. Þeir segja nú svo margt sem einu sinni þjóðin trúði, en ekki lengur við trúum ekki einu einasta orði sem þeir segja þessir yfirborðs-kjaftaskar.

Þeir sem þurfa að leita sér hjálpar og fá mat gefins eiga ekki að þurfa að skammast sín, þeir eru bara að bjarga börnunum og sjálfum sér frá svelti, eitt er samt víst að þetta á ekki að þurfa að vera svona. Verið stolt af ykkar þori að leita eftir hjálpinni munið að þið eigið hvort annað.

Kærleik ég sendi á línuna
.Heart


mbl.is Fjallað um íslenska fátækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.