Flestir vilja Hönnu Birnu

Það vil ég einnig þó ég búi ekki í borginni sem ég fæddist og ólst upp í er mér ekki sama hvernig henni er stjórnað. Hanna Birna er góður leiðtogi segir hlutina eins og þeir eru og er ekki með neina stjörnu yfirlýsingar eða vandlætingasvip er hún ræðir um annað fólk í framboði.

Ýmislegt þarf að gera, takast á við og framkvæma og það verður ekki auðvelt í borginni freka en hjá öllum bæjum og borgum í okkar fagra landi, en eitt er víst að ekkert gerist ef samvinnan er ekki fyrir hendi hvar á landinu sem er.

Hanna Birna vill sterka og góða samvinnu og hún er topp kona til að leiða hana sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Ekki er ég að horfa á hvar hún er í pólitík heldur hvað hún er góður leiðtogi, það er gott fólk í öllum flokkum, gott væri ef það mundi vilja stíga fram og vinna að lausn mála sem úr böndunum fóru, eigi ætíð að reyna að finna sökudólg og eða setja út á, við þurfum ekki á því að halda núna, við þurfum góðan anda í öllu því sem við erum að taka þátt í.

Gott fólk látum það gerast hvar á landi sem við búum.

Gangi okkur öllum vel, hvar á landi sem við búum.

Eitt er afar nauðsynlegt fyrir okkur öll það er að hætta að tala um og búa til sögur um það hvernig fólk vinnur saman í pólitík svona yfir höfuð, við höfum nefnilega oftast rangt fyrir okkur.

 


mbl.is Flestir vilja Hönnu Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.