Uppeldi og áhrifavaldar.

Hér um daginn gerðist nokkuð merkilegt, ég var að tala um vissar persónur og sagði að þær væru afar ákveðnar í sínum skoðunum og hefðu verið frá því að þær voru smá, engin breytti ( þá kom innskot frá ónefndum manni sem sagði að það væri nú hægt að hafa áhrif) Mikil ósköp sagði ég: það hefur bara aldrei þurft með þessar persónur, þær eru svo ansi vel gerðar og gefnar"

Þegar þessar persónur voru smá fóru þær í heimsókn til fólks, er þær komu heim var spurt hvort ekki ætti að vera hreint hjá fólki er það fengi gesti? Engin hafði áhrif á að síld með kartöflum stöppuðum í safanum af síldinni, væri heimsins besti matur, né heldur að lifrapylsa væri sælgæti og að þær borðuðu aldrei pylsur, hamborgara eða annan ruslmat, né heldur að þær elskuðu að fara á söfn, lesa kvæði, fornsögur og annað augnkonfekt sem fyrir þeim varð. Aftur á móti er þær létu í ljós áhuga á einhverju var stutt við bakið á þeim í því, það er nefnilega það sem uppalendur eiga að gera, ekki að letja persónurnar og segjast ekki nenna þessu eða hinu.


Að sjálfsögðu ala allir upp sín börn, kenna þeim muninn á réttu og röngu, en mín skoðun er sú að maður eigi að leifa sköpunargáfu hvers barns að njóta sín þá mótast þeirra skoðanir frekar í rétta átt, svo vita það nú allir að við erum að mótast og þroskast allt lífið, en því miður staðna sumir einhversstaðar á leiðinni, engin athugar neitt um það eða gerir  neitt í því, oft eru þessar persónur kallaðar eilífðar táningar og ekki er ég að setja út á það, það er ekki sjálfgefið að allir séu eins.

Það sem mér fannst svo merkilegt var þessi setning, það er nú hægt að hafa áhrif. það fólk sem talar svona hefur ekki mikið vit á eða eru góðir uppalendur yfirhöfuð, gjarnan vill þetta fólk kenna öðrum um, tekur enga ábyrgð, blaðrar bara út og suður  og skilur ekki að öllum er sama.

Ætli þetta sé svona hjá fólki yfirhöfuð, að áhrifavaldarnir séu yfir höfði fólks alla ævi, nei ekki aldeilis, fólk er stöðugt að breytast, fær sífellt nýa sýn á allt sem gerist í lífinu, það er að segja ef fólk er meðvitað um umhverfið og sjálfan sig.

Þær persónur sem láta áhrifavalda stjórna sér eiga bara bágt og hafa engan vilja. það er engin svoleiðis persóna í kringum mig.

Gat ekki stillt mig um þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þrusu góður pistill hjá þér Milla mín. Knús til þín og ég sendi þér hlýja strauma kæra vinkona.

Auður (IP-tala skráð) 27.6.2010 kl. 21:34

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Auður mín, segi bara sannleikann og gæti eins og þú veist sagt miklu meira, á það eftir á öðrum grundvelli.
Kærleik til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2010 kl. 09:16

3 identicon

Milla mín þú stendur þig vel í blogginu.

Furðuleg setning þessi þar er ég á sama máli.

egvania (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 16:13

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já elskan þessi setning er náttúrlega bara ásökun um að uppeldisaðilar þessara persóna hafi áhrif, kom mér svo á óvart vegna þess að það hefur aldrei hvarflað að mér og hefur eigi þurft heldur.

Kærleik til þín elskan

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.6.2010 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband