Ábyrgðarstaða.

Sporðdreki:
Öllum breytingum fylgir nokkurt rót. Af hverju ekki núna?
Taktu að þér ábyrgðarstöðu og heppnin verður með þér.


Já hvað er nú það, tel mig hafa verið í ábyrgðarstöðu allt mitt líf og verið afar heppin. Nú ég átti afar skemmtilega æsku og unglingsár með öllum þeim uppákomum sem þeim tilheyra, frábær ár, nú svo fullorðnast maður giftist og eignast börn, ég giftist reyndar tvisvar, en hvað með það, svona er lífið.

Tel það vera þá mestu ábyrgðarstöðu sem nokkur getur fengið að ala upp börnin sín og það er yndislegur tími, nú þau fullorðnast og eignast börn sem ég tek á móti með allri þeirri ást sem til er meira að segja taldi ég að maður gæti ekki elskað meira en þegar maður eignast börn sjálfur, en það er bara þannig, allavega hjá mér, er að springa af ást til þeirra allra, einnig barna og tengdabarna

Öllum breytingum fylgir nokkurt rót.
Af hverju ekki núna, segir stjörnuspáin
.


Breytingarnar eru hálfnaðar það sem ég á eftir er að flytja og það gerist eftir hálfan mánuð. Við svona umrót kemur ábyrgðin mun sterkari inn og huga ber að barnabörnunum sem ekki eru að skilja hlutina eins og þau eldri, ég er búin að vera í því að svara spurningum á þann hátt sem ég tel að þau skilji og ljósunum mínum hér hlakkar bara til að hjálpa ömmu að gera fínt í nýja húsinu eins og þær kalla það og þær munu svo sannarlega fá að gera það.

Taktu að þér ábyrgðarstöðu og heppnin verður með þér.

Eins og ég tel upp hér að framan þá er ég löngu búin að fá ábyrgðarstöðuna og heppnin er fólgin í fólkinu mínu, það er bara sú mesta heppni sem nokkur getur upplifað, þau eru yndislegust af öllu yndislegu.

Gaman að segja frá því að ég hef verið að fylgjast með barnabörnunum mínum taka á sig ábyrgð, alveg án þess að þau séu beðin um það og stórkostlegt er að horfa upp á þau höndla ábyrgðina með sóma, eitt sem við þurfum að passa upp á það er að leifa þeim að njóta sín, bara að leiðbeina ef þörf er á, en nota bene, börn sem ekki eru alin upp við aga og meðvitund geta ekki tekið á sig neina ábyrgð.

Börn í dag eru afar vel gerð og vita alveg hvað þau vilja.
Hlustum ávalt á börnin okkar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Sammála þér, ávallt að hlusta á börnin.  Kveðja í rigninguna úr sólinn hér

Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2010 kl. 17:51

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Við erum með sömu spána, "taka að mér ábyrgðarstöðu" .. hmm.. er að fara úr einni  - spurning hvað verður næst?

...  Kveðja

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.7.2010 kl. 19:47

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er ætíð spurning Jóhanna mín, en þær koma upp ábyrgðarstöðurnar það er nefnilega ábyrgð í öllum störfum.

Já ég veit að við eigum sömu spána, enda líkar að mörgu leiti.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2010 kl. 22:07

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásdís mín, já það þarf að hlusta á þau og það í alvöru. Það verður örugglega komin sól er þið komið norður

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.7.2010 kl. 22:09

5 identicon

Bara að kasta á þig kveðju Milla mín, lífið er lærdómur svo lengi sem við tórum.

egvania (IP-tala skráð) 10.7.2010 kl. 18:49

6 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Góðan  daginn  Milla.

Auðvita á að hlusta á   börnin.

þessar elskur  þau  eru svo  yndisleg

                    Knússý  knúss.

                           Vallý

Valdís Skúladóttir, 12.7.2010 kl. 15:04

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Ertu að flytja Milla mín?  Já svona gegnur það stundum hjá okkur vitum aldrei hvað getur tekið við.  Gangi þér allt í haginn.

Ía Jóhannsdóttir, 12.7.2010 kl. 16:33

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ía mín ég er að flytja á milli húsa eða yfir í næsta hverfi, það er bara hið besta mál og hlakkar mig afar til að takast á við mitt nýja líf
Kærar kveðjur til þín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.7.2010 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband