Það fær mig engin ofan af minni trú

Christopher Vasey.

Mátti til að láta myndina fylgja með
maðurinn er jú svo myndarlegur

Eru vættir og álfar ímyndun ein

 „Raunvísindin álíta ómögulegt að til séu persónugerð náttúruöfl er sinni efnisheiminum og hinum ýmsu fyrirbærum hans.Trúna á náttúruvættir og goð kalla þau í besta falli barnalega tilraun mannkynsins til að skýra umheiminn þegar vísindin voru á frumbernsku.

Það er ætíð skemmtilegt að fara á fyrirlestra þar sem fólk telur sig vita hið sanna í hinum ýmsu málum, eins og Christopher Vasey ætlar að flytja fólki á morgun á Radisson Blue hótel sögu annað kvöld, sem sagt flytja fólki vísindalega rannsókn á því hvort til séu persónugerð náttúruöfl, ég mundi kalla þetta verur.

Þætti gaman að vita hvernig þessar vísinda-rannsóknir fara fram, fara þá menn yfir í aðra vídd eða sitja þeir úti í náttúrunni og bíða eftir að sjá álfa og aðrar þær verur sem margir telja að séu til, það væri fróðlegt að skoða þetta, hlýtur að vera á google.

Ég fyrir mína parta trúi á álfa og margt annað sem er hér með okkur því ég hef séð þessar yndislegu verur og er afar sátt við að búa með þeim.

Kærleik á línuna


mbl.is Eru vættir og álfar ímyndun ein?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Bara sammála. Það getur ýmislegt verið til þó ekki sé hægt að vega það og mæla á vísindalegan hátt.

P.s. Mér finnst þessi maður nú bara vera eins og álfur útúr hól

Jón Bragi Sigurðsson, 29.9.2010 kl. 07:31

2 identicon

Álfar, tröll, Jólasveinninn og hjartahreini alþingismaðurinn.... allt bara ímyndun!

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 08:34

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góður Jón Bragi og tek undir það að maðurinn sé eins og álfur út úr hól

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2010 kl. 09:26

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óskar láttu ekki svona

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2010 kl. 09:26

5 identicon

Hann tharf nù ekki annad en ad fara inn à Althingi, til ad sannfærast um ad til eru àlfar.

Stefàn (IP-tala skráð) 29.9.2010 kl. 10:42

6 Smámynd: Aristoi

LOL! Ég bókstaflega sprakk út hlátri þegar ég las "því ég hef séð þessar yndislegu verur og er afar sátt við að búa með þeim."
Anyways, þegar ég var 7 ára gamall var í sveit það sumar. Í þessari sveit var svo kallaður álfasteinn og bóndinn á bænum sagði mér frá sögu þess og að þar væru einnig huldukonur. Stuttu eftir að hann sagði mér frá þessu fannst mér ég sá huldukonu upp á kletti sem var hjá steininum (ég leit snöggt upp á klettinn og sá greinilega uppi á klettinum það sem virtist vera kona í bláum munnkaklæðum... Þetta gerðist mjög hratt því ég leit á klettinn og svo strax frá en svo strax aftur á klettinn og þá var þar enginn. Ég áttaði mig strax á því að þetta væri ímyndun mín vegna þess að bóndinn hafði verið að segja mér söguna nokkrum dögum fyrr.
Ég hafði verið í þessari sveit sumarið áður, en þá hafði bóndinn ekki sagt mér þessa sögu og þá sá ég heldur aldrei neinar náttúruvættir, það gerðist ekki FYRR en ég hafði heyrt söguna.
Þú ert 67 ára gömul og þú lifir enn í ímynduðum heimi...

Aristoi, 29.9.2010 kl. 11:04

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Mundi nú eigi vilja líkja alþingismönnum við álfa, Stefán þeir eru nú bara út í bros já menn sem eru að bjarga sínu skinni, þjóðinni til skammar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2010 kl. 11:24

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Aristoi, ungur maður sem elskar að tjá þig það er vel, maður lærir mest á því að lesa og tjá sig.
Þú hefur verið bráðger piltur að átta þig á að þetta sem þú sást á steininum var bara ímyndun.

Svona rétt til að liðsinna þér, taktu þá ráð frá 67 ára gamalli konu að ákveða aldrei hvernig aðrir lifa, í hvaða heimi og þú skalt virða skoðanir annarra það er það sem gildir í bloggheimum

Kveðjur til þín og endilega farðu að skrifa eitthvað á síðuna þína

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2010 kl. 11:32

9 Smámynd: Aristoi

Þakk þér kærlega fyrir það og ég skal fara eftir þessum ráðum. En ég er mjög beinskeittur drengur og ég mun ekki hætta að segja mína skoðun á skoðunum annarra :)

Aristoi, 29.9.2010 kl. 11:44

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Beinskeyttur drengur það er góður kostur og þú mátt alveg segja skoðanir þína á skoðunum annarra bara sína þeim virðingu.
Ég var ekki að meina að þú hefðir vanvirt skoðun mína Aristoi, en það eru sumir sem gera það.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2010 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.