ÞAÐ KOM AÐ ÞVÍ.

Já það kom að því að ég þurfti húshjálp, búin að vita það lengi var bara að bíða þar til ég væri búin, með hjálp barnanna minna að koma mér fyrir, það er að miklu leiti komið í höfn.

Talaði við frábæra konu um daginn sem sér um þessi mál hér, svo í morgun kom yndisleg kona sem mun sinna því sem þarf að gera, mun hún koma á tveggja vikna fresti, við byrjuðum á að tala saman um hina ýmsu hluti og svo fór hún í að taka gólfin, sem var möstið í dag svo munum við spila eftir hendinni hvað þarf að gera hverju sinni.

Ég var náttúrlega búin að dúllast í því sem ég get gert undafarna daga svo núna er allt svo fínt hjá mér. Ég var nú hálf hrædd um að stjórnsemin kæmi upp í mér, en hún sagði mér bara að setjast niður og slappa af, ég fór í tölvuna og fannst þetta bara þægilegt, ekki líkt mér, að mínu mati að setjast niður og gera ekki neitt, en einhvertímann er allt fyrst.

Fyrir löngu síðan ákvað ég að aldrei skyldi ég liggja upp á börnunum mínum með þrif á mínu heimili minnug þess hvernig hún mamma mín var, sko er við komum í heimsókn var ævilega tilbúin listi yfir það sem við áttum að gera, vægast sagt afar þreytandi til lengdar.

Auðvitað veit ég að alltaf verður það eitthvað sem ég þarf að kvabba á þeim með og sem betur fer á ég yndisleg börn sem eigi telja það eftir sér að hjálpa upp á þá gömlu, nú er ég verð orðin afar slæm þá fer ég bara á elliheimilið, mér skilst að þar sé mesta fjörið.

Allavega hef ég það gott í dag og hlakka mikið til jólanna, er búin að koma gluggunum í jólaskapið, svo verð ég búin að skreyta allt fyrir jólin í byrjun des og vonandi búin að ná fullri orku um jólin.

Kærleik á línuna
Milla
Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að heyra að þú ert komin með húshjálp heima. Kveðja MIlla mín.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2010 kl. 07:36

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ragna mín, er bara glöð með að vera ekki þessi ömurlega gamla kona að vilja ekki hjálp frá öðrum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 25.11.2010 kl. 09:17

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Frábært Milla mín, ánægð með þig

Ásdís Sigurðardóttir, 25.11.2010 kl. 12:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndislegt að heyra Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2010 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.