Snjóamyndir

Hvernig á maður svo að túlka þessa spá, ég á enga samstarfskonu og er þar af síður að kaupa mér eitthvað í dag, en þetta kemur í ljós eins og allt annað, annars verð ég búin að gleyma þessu eftir smá tíma, enda óttalegt rugl þessar spár.

Sporðdreki:
Samstarfskona þín gæti valdið vandræðum
í vinnunni í dag. Hvað sem þú kaupir þér mun
að öllum líkindum fylgja þér um ókomna tíð


Samstarfskonan er engin því ég er ellilífeyrisþegi þar áður öryrki og hef ekki unnið úti í mörg ár, eigi var svo auðvelt að taka því í byrjun, en meðfædda góða lundin bjargaði því ég fór að huga að handavinnunni og barnabörnunum og það er það sem gefur mínu lífi lit, að hugsa um þau.

Kaupa mér eitthvað er ekki möguleiki, hér er arfavitlaust veður og ég lassarusinn fer ekki hænufet frá mínu hlýja og yndislega heimili. Ja nema að bíllinn seljist, svona í gegnum símann og ég kaupi mér annan, hæpið, ég mundi nú þurfa að sjá þann bíl sem ég hugsanlega keypti í staðinn, en gaman að pæla í þessu.

Nú ég er að verða búin að taka niður allt jólaskraut og gera fínt í leiðinni, ég elska að skreyta og finna upp á nýungum í því á mínu heimili ekkert er meira heilandi en að setja góðan DVD í spilarann
kveikja á kertum og dúllast við dúlleríið.

Ætla að setja inn nokkrar myndir sem ég tók út um hurð og glugga í morgun.

snjorinn_001.jpg

Á eftir að taka úr þessum glugga, en þið sjáið að snjórinn er upp á
miðjan gluggann, en það er fallegt svona er maður er innandyra

snjorinn_002.jpg

Það sést nú ekki mikið út um eldhúsgluggann og snjórinn nær
upp á brún á honum, hef ekki séð í kinnafjöllin mín lengi

snjorinn_003.jpg

Ekki kemst hann Neró minn út á pall eins og hann er vanur og
skilur ekkert í því að amma skuli ekki opna þessar dyr.

snjorinn_004.jpg

Þarna er snjórinn upp á miðja, jólaseríuna, nei ætla ekki að taka
hana strax það er svo notalegt að hafa hana þarna

snjorinn_005.jpg

Útgangurinn hjá mér, mokuð voru smá göng er ég þurfti að fara
út á mánudaginn, þeim hefur verið haldið við, tek fram að það er
þak yfir innganginum, svo er kirkjugarðurinn beint á móti, en
hann sést ekki í myrkrinu nema smá ljós.

Kærleik og gleði í ykkar hús

MillaHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Aldeilis snjór hjá þér MIlla mín, skil þig vel að vilja halda smá í jólaljósin í þessu vetrarveðri, og maður á aldrei að spá í svona spámennsku

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2011 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband