Gleymum ekki að vera jákvæð og bjartsýn

Hafið þið nokkurn tímann heyrt þjálfara koma fram og biðja þjóðina afsökunar á lélegum leik, allavega ekki ég og taldi mig vera að misheyra er besti þjálfari allra tíma kom og bað þjóðina afsökunar, þú ert frábær Guðmundur  Þórður Guðmundsson og takk fyrir mig.

Hugsið ykkur Reykjaskóli fékk óvænt 40 mans í gistingu í nótt, bjartsýnir voru þeir sem þar voru á ferð svona miðað við veðurspá, en hvað með það, bara að drífa sig af stað, ég næ þessu hugsar fólk eða er það bara alls ekki meðvitað um hvað er að gerast í kringum það, lifir í sínu Egói eða hvað?

Í dag ættu allir að vera bara heima jákvæðir, nema þeir sem fara með vegagerðinni til að koma bílunum sínum ofan af heiðum.

Hann spáir rigningu og allt upp í 7 stiga hita síðan kólnandi og umhleypingar verða á sínum stað eins og verið hefur á stundum / oft í vetur. Mér finnast veðrin hafa verið undarleg í vetur, oftast hefur það verið þannig að ef slæmt veður er norðan heiða þá er gott fyrir sunnan, en núna er vont veður á næstum öllu landinu og er búið að vera lengi. Vindurinn segir mér að þetta sé ekki gott, en auðvitað trúi ég því ekki bjartsýniskonan sjálf.

Lengi hafa þjóðir barist, en skyldu þær þjóðir sem eru að gera uppreisn núna fá umbun, sem sagt frið og mannréttindi fyrir sig og sína, ætla að vera bjartsýn með fólkinu og trúa á frið.

Náttúruhamfarir hafa verið tíðar á undanförnum árum og hafa þær verið til mikilla miska fyrir fólk, en það sem er að gerast í Japan er sársaukafullt, ekki bara fyrir Japana heldur fyrir okkur öll í alþjóðasamfélaginu, en það jákvæða við allar hörmungar er samvinnan, samúðin, kærleikurinn og ósérhlífnin, hjá flestum varir þetta afar studd, fólk gleymir, en auðvitað á fólk að halda sínu striki, vinna, lífa sínu lífi, skemmta sér og vera jákvætt, en það er hægt að muna allt hitt í gleði og jákvæðni.

Hef verið að taka eftir því undanfarin ár að ekki kemur það mál upp sem ekki þarf að þrasa um sama hversu mikilvæg eða lítilvæg þau eru, einnig eru kærur þetta og kærur hitt, mál eru sett í nefndir og ráð og svo aftur í nefndir og ráð, það er bara verið að ýta á undan sér vandamálum sem jafnvel er hægt að leysa á stuttum tíma með jákvæðri og góðri samvinnu.

Er við erum að biðja fyrir fólki, senda góðar óskir og heilun þá verðum við að gera það í gleði, ef við erum sorgmædd eða reið þegar við sendum frá okkur , sendum við frá okkur sorgina  yfir til fólksins sem við erum að biðja fyrir og það er ekki gott.

Það er umhugsunarefni af hverju allt þetta er að gerast núna og hver og einn verður að túlka það á sinn hátt, munið bara að þið eruð ekki ein í heiminum hvort sem það eruð þið sem þurfið hjálpina eða einhver annar.

Kærleik sendi ég út yfir allt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þennan yndislega pistil Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.3.2011 kl. 10:20

2 identicon

Rétt MIlla mín.Kærleikskveðja úr endalausa rokinu hér:)

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2011 kl. 10:30

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Kærleik til þín Ásthildur mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.3.2011 kl. 12:29

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

 Hér  er  ég

Valdís Skúladóttir, 16.3.2011 kl. 21:51

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ertu þarna elskan, sjáumst bráðum

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.3.2011 kl. 07:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband