Vinnuveitendur sem tefja samninga sæti ábyrgð

Þetta orð ábyrgð viðrist ekki vera virt á neinn handa máta, hvorki í einu eða öðru nú til dags, mundi nú segja að ríkið sé versti vinnuveitandinn, þeir ákveða laun síns fólks og þar á meðal til lífeyrisþega, en við sem borgum ríkisstjórn og öðrum embættismönnum launin fáum ekki að ákveða þeirra laun, nei hvernig læt ég, við höfum engan rétt.

Mér finnast þessar samningaviðræður sem nú eru í gangi, bara rétt eins og þær hafa alltaf verið væl og skæl og á endanum látið undan og skellt á einhverri lúsarhækkun, sem er svo "nota bene" tekin af okkur snarlega með hækkunum á öllu sem nauðsynlegt er fyrir hvern og einn, það er afar misjafnt hvað hverjum og einum er nauðsynlegt.

Það er talað um að lægstu laun verði komin yfir 200.000- 2014, hef ekki heyrt það betra, halda menn/konur að við séum hálfvitar, jú örugglega, í tuga ára hafa þeir haldið það, sem er kannski skiljanlegt, við höfum verið of undanlátsöm. 

Talað er um að fólk þurfi 260,000 á mánuði til að lifa af, ef ég hefði það gæti ég lifað sæmilegu lífi, en samt á mörkum fátæktar. Annars er þetta ekkert mál ég hætti bara að borga allt nema það nauðsynlegasta, sem er leiga, rafmagn, hiti, skattar þið vitið þessir sem maður á að borga 1 ágúst því ef við ekki borgum skatta þá erum við litlu peðin dæmd og sett í  fangelsi, verðum svo allt okkar líf á einhverjum svörtum lista, legg bílnum, nota mér þá fríu akstursþjónustu sem ég á rétt á, en aldrei notað, nú eða hætti bara alveg í þjálfun, þá eftir smátíma verð ég lögð inn á sjúkrahús hætt að geta gengið fyrir giktarelskunni nú margt annað er í stöðunni, hætta að taka lyfin mín, þá verð ég sko örugglega löð inn, þeir segja að ég geti ekki lifað án þeirra, kannski er það bara rugl gert til að ala lyfjarisana, HVAÐ VEIT MAÐUR. Það væri sko sparnaður fyrir mig að leggjast bara inn, þá þarf ég bara að borga aðlögunardaginn, svo er allt frítt eftir það, nema að ég mundi drepast úr leiðindum.

Mér finnst einnig að vanti hörku í fólkið í landinu, það er eins og allt púður sé búið, í áraraðir hefur fólk ekki verði nógu duglegt við að mæta á fundi og standa vörð um sinn rétt, látið bara forystumönnum það eftir að semja, svo er samþykkt, dæst og sagt, það er ekki hægt að gera betur, nú við kusum yfir okkur þessa forystu og að sjálfsögðu trúum við henni með lokuð augu og eyru, svo það er kannski ekkert skrítið, að þeir haldi okkur vitlausa.

Ríkisstjórnin og forystan í landinu ættu að skammast til að opna augun fyrir fátæktinni og hækka launin og setja á verðstöðnun hún er reyndar besta launahækkunin, það er þegar launin eru komin í samræmi við kaupgetuna.

Er ekki vön að blogga um svona mál, en stundum verður maður að blása eins og fallegu hvalirnir sem  eru hér í flóanum, ég sé þá stökkva í allri sinni dýrð bara rétt við eldhúsgluggann minn, einn kom inn í höfnina um daginn, hefði viljað sjá það. Maður fyllist lotningu við að horfa á þessar skepnur.

kærleik til ykkar allra  og munið að þið getið allt sem þið viljið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Til þess eins að geta lifað þarf maður að hafa 214.000,- á mánuði til ráðstöfunnar. Það segir að miðað við þá skatta sem nú eru innheimtir af launafólki, þurfi föst heildarlaun að vera um 290.000,-. Þarna er verið að tala um þau laun sem þarf til að geta haft húsaskjól og kaupa á brýnustu nauðsynjum.

Það er vonandi að launþegar þessa lands hafi kjark til að hafna þessari ölmusu sem ASÍ og SA eru að bjóða. Sú hækkun launa mun ekki hjálpa neinum og ekki breyta neinu í lífi þess fólks sem verður að draga fram lífið á taxtalaunum.

Gunnar Heiðarsson, 5.4.2011 kl. 08:07

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill hjá þér Milla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.4.2011 kl. 09:13

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innlegg Gunnar og vona svo sannarlega að launþegar og ekki launþegar taki sig saman og andmæli þessum lúsarlaunum, þeir geta nefnilega ekki án okkar verið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2011 kl. 09:58

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásthildur mín og knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.4.2011 kl. 09:58

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góð :)

Ásdís Sigurðardóttir, 7.4.2011 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.