Er farin í bloggfrí, að ég held

Það var svo gaman í gær, sko við ætluðum suður í dag, en fórum suður í gær á jeppanum þeirra Millu og Ingimars, en hann kemur svo á mínum fyrir helgi.

það var svo gaman á leiðinni hlustandi á litla ljósið spyrja, hvenær komum við til R, hvenær kemur coke flaskan, það er sú fyrir utan Borgarnes, það er svo leiðinlegt að sita í bíl og endalaust hélt hún áfram, ég sagðist vera með lausn á þessum leiðindum hennar, nú hvaða lausn spurði hún, ég sagði að við mundum koma henni fyrir í fóstri næst þegar væri farið suður, ekki heyrðist mikið í snillingnum mínum eftir þessi orð.

Jæja byrjuðum á því að koma Ingó bróðir og Ingu á óvart drukkum smá kaffi þar síðan var haldið suður með sjó, ljósin mín bönkuðu hjá Dóru með Neró á milli sín og hún tók bara utan um þær og gat ekki sagt orð svo hissa var hún.

Nú næst var að koma Fúsa og fjölsk. á óvart og það tókst bara vel spenningurinn er í hámarki á þeim bæ. fórum síðan heim og komum englunum mínum á óvart er þær komu heim um tíu leitið. Yndislegur dagur.

Ég er bara heima með Neró og Yano systur fóru í bæinn með ljósin og englarnir mínir í HI.

Veit að helgin á eftir að verða frábær, njóta
þess að sjá Kamillu Sól mína fermast og hitta
svo allt fólkið mitt í veislunni á eftir 

Hafið það sem best
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða skemmtun og njóttu vel

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2011 kl. 14:25

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hafðu það gott Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2011 kl. 18:28

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk stelpur, mun sko njóta í botn

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2011 kl. 20:07

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Takk fyrir kaffið í dag.

Valdís Skúladóttir, 7.4.2011 kl. 22:23

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu vel.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.4.2011 kl. 12:54

6 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Jóhanna Magnúsdóttir, 8.4.2011 kl. 18:19

7 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Hæhæ. hvað verðurðu lengi Milla? Kannski gæturðu komið við í Heiðarbænum í vorblænum:):)

Knús.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.4.2011 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband