Ég fer alveg að springa

Er ekki komið nóg af niðurskurði við þá sem eru með einhverja skerðingu, það er ekki nóg með að örorkulaunin séu eigi í samræmi við kaupgetuna einnig á að taka vinnuna af fólkinu.

Tel að allir þeir sem geta unnið á vernduðum vinnustað hafi gaman af því og er vinnan fastur liður í þeirra lífi, heldur sér við og hittir annað fólk og hefur gaman saman.

Ég hef oft komið inn á samverustaði sem eru verndaðir og hvergi fær maður eins yndislegar móttökur, maður fær sögur, hlátur og kærleik, margir aðrir vinnustaðir sem eru til dæmis reknir af ríkinu og við skattgreyðendur borgum laun starfsmanna, anga af fílu og skapstirðum röddum sem engin hefur leifi til að láta í ljós.

Komin tími á breytingar, allir eiga sama rétt á lífsins gæðum, en við sem erum á örorkulaunum eða ellilífeyrir lifum bara alsekki af laununum okkar, höfum ekki efni á að gera okkur hvorki eitt né neitt til skemmtunar, sjáið sóma ykkar í að breyta þessu, það er ef að þessi ríkisstjórn hefur einhvern sóma.

mbl.is Verndaðir vinnustaðir í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei,nei, gæluverkefni Bjögólfs gengur fyrir. 750.000.000. takk, í rekstur Hörpu er miklu mikilvægari. Spurðu hirðfíflið Steingrím J. og hans kumpána.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 11:14

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleymdu ekki Vaðlaheiðargöngum, það verður sama dæmið og Harpan.  Ég er að springa líka Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 12:10

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

V. Jóhannsson.

Harpa er ekki gæluverkefni neins Björgólfs, það var byrjað að safna fyrir tónlistarhöll  fyrir tugum ára.

Þarna er ég ekki að taktu upp hanskann fyrir hinum miklu peningum sem kostaði að byggja að mínu mati ljótu Hörpu og veit alveg hvað þessi ríkisstjórn er mikil óstjórn.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2011 kl. 14:31

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Held samt elsku Ásthildur mín að Vaðlaheiðagöng eigi eftir að bera sig og það vel, hugsaðu þér alla sumar trafíkina svo þeir sem koma að austan í verslunar og skemmtiferðir allt árið einnig er auðveldara að gera þetta eitt atvinnusvæði er göngin eru komin.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2011 kl. 14:36

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

AUðvitað Milla mín, en málið er að meðan við komumst ekki milli suður og norður Vestfjarða nema blásumarið, þá finnst mér að fá heilsársveg þar skipta meira máli en að fólk komist sem þægilegast um þarna fyrir norðan.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 14:50

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er að sjálfsögðu sammála þér elskan, hef oft skrifað um þá skömm að bjóða vestfirðingum upp á þennan mismun það má líka taka Öxarfjarðarheiði sem einungis var fær á sumrin annan tíma þurfti maður að aka fyrir sléttu og það voru bara vegaslóðar í fjörunni, í vor var opnuð ný leið yfir sléttu þá var þetta búið að vera svona allar götur, alveg til skammar.

Ég man er ég ók í fyrsta skipti til Ísafjarðar, gisti á leiðinni í Reykjanesi, og þetta voru endalausar vegleysur, en fegurðin var slík að ég kolféll fyrir heimahögum forfeðra minna, þetta var 1997

Ég hef oft sagt að vegagerðin vinni aftur á bak það er alltaf verið að taka einhverja búta, sem eru svo ónýtir er frekari framkvæmdir eru viðhafðar.

Knús í Kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2011 kl. 20:37

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband