Minningar tengdar jólum

Eitt af því sem ég elska er að rifja upp minningar frá liðinni tíð, sérsteklega er þessi elska tengd jólatímanum, nú þegar er ég farin að horfa á gamlar jóla-bíómyndir þær gefa mér rétta hugarfarið og minnir mig á hvað ég á í raun gott líf stundum eru þessar bíómyndir afar sorglegar enda oftast vel, en hreyfa við mínu litla hjarta.

Held að ég hafi verið 11-12 ára, við bjuggum hjá elsku afa og ömmu í Nökkvavoginum þau áttu stórt hús með risi og þar bjuggum við þarna var eldhús og 5 önnur herbergi + bað, svo nóg var plássið, man að eftir endilangri súðinni voru skápar sem hægt var að skrýða inn í og notuðum við það óspart.

Jólin komu með allri sinni dýrð (elska jólin), á annan í jólum voru mamma og pabbi með okkur börnin sín sem var ég og bræður mínur þrír (Guðni bróðir var ekki fæddur) boðin í jólaboð til góðra vina, í þá daga höfðu allir tíma til að hittast og hafa gaman enda ekkert sjónvarp, tölvur, tölvuspil, en það voru gömlu góðu spilin, svo sem Lúdó, slönguspil, Milla og venjuleg spil.

Jæja haldið var af stað í ekkert sérlega góðu veðri, en menn héldu að það mundi lagast með deginum áttum við frábæran dag á Flókagötunni hjá Kalla og Dídý þau áttu syni tvo, afar sæta, man að svolítið skotin ég var í þeim eldri, en ég var nú bara krakki.

Komið var kvöld og komin tími til að halda heim, en viti menn það var komin stórhríð og pabbi var á drosíunni hans afa svaka flottur og nýr Ford Merccury 1953 módelið (að mig minnir) gaman að segja frá því að afi átti nokkra bíla, en hann hafði aldrei tekið bílpróf, er hann ungur var þurfti hann ekki á því að halda hann bjó í miðbænum, vann í miðbænum og allar búðir voru í miðbænum, en síðar þá óku synir hans honum til vinnu á hverjum morgni þá var Landroverinn yfirleitt notaður því Fordinn var sparibíll geymdur í bílskúrnum, en Landrover þurfti hann að eiga í laxveiðina, fór oft með í þær ferðið, þá var lagst út í vikur þá helst í Víðidalsá sem nokkrir menn voru með á leigu allt sumarið, já það voru aðrir tímar þá en nú enda hætti afi að taka ánna á leigu er brjálæðið byrjaði eins og hann kallaði það.

Jæja nú er ég komin á flug (ekki óalgengt) sem sagt lagt var í hann ( við öll í sparifötum ekki einu sinni teppi í bílnum) og að mig minnir þá komumst við  án óhappa inn á Suðurlandsbraut þá var færðin orðin þung pabbi ók útaf komst inn á brautina aftur, mamma argandi og gargandi úr hræðslu,( bræður mínir tístandi í aftursætinu, "villingarnir")  við hvað veit ég ekki, en hún mamma mín var algjör dramadrolla þessi elska, hún til dæmis brjálaðist ef hún sá könguló í mílu fjarlægð,  nú ég var komin í spreng að pissa og ekki var hægt að fara út úr bílnum svo það endaði með að ég pissaði á gólfið í fína bílnum hans afa, man samt ekki eftir að nokkuð hafi verið sagt um það. Nú eins og allir eru farnir að fatta þá var þetta ekki á tímum gemsana svo engan var hægt að hringja í og láta vita hvar við vorum stödd, húsum var ekki fyrir að fara inn eftir allri braut eins og er í dag það var næstum því bara auðn.

Jæja loksins komumst við heim, amma og afi þessar elskur að drepast úr áhyggjum, amma var með heitt kakó og afi með koníakið já ég sagði koníakið, hann gaf okkur öllum pínu neðan í staup þetta áttum við að drekka síðan vorum við dúðuð undir dúnsængurnar okkar með teppi yfir, steinsofnuðum og ekki varð okkur meint af volkinu, allt koníakinu að þakka, sagði afi, en ég man hvað mér þótti þetta hrikalega vont.

Mig minnir að það hafi verið um þetta leiti að ég var að passa Nonna frænda, Gummi frændi kom upp á loft til að ná í eitthvað og lokaði ekki hliðinu nógu vel er hann fór niður aftur, ég var að strauja silkiklút sem mamma átti í eldhúsinu, allt í einu heyri ég þetta skaðræðis-öskur, svo í ömmu sé hvað hafði gerst þýt niður stigann amma búin að taka Nonna frænda í fangið hann öskraði eins og börn gera er þeim bregður því það var bara það sem betur fer meiddi sig ekkert þessi elska, amma var eðlilega yfir sig hrædd og skammaði mig, en ég sagði henni hvað hafði gerst og þá fékk Gummi frændi skammirnar er hann kom heim aftur. Nú fór að berast brunalykt ofan af lofti, Æ,Æ,Æ ég þaut upp og auðvitað var silkiklúturinn brunninn, en það voru nú bara smámunir ekkert til að fárast yfir.

Einu gleymi ég aldrei, hjá ömmu og afa voru tvær stórar stofur og blómastofa við endann á þeim hún var byggð síðar, en í jólaboðunum hjá þeim var jólatréð sett á mitt stofugólfið, Gummi frændi spilaði á  píanóið og við dönsuðum í kringum jólatréð og sungum með, þessu gleymi ég aldrei.


Hjá þeim sem nutu þess að hafa fólkið sitt í kringum sig var allt gert til að hafa gaman og það var svo sannarlega gert í Nökkvavoginum hjá ömmu og afa.

img_0003_936885.jpg

Set þessa mynd inn hún er tekin um þetta leiti, sjáið hvað
elsku bræður mínir eru fallegir

img_0010_new.jpg

Amma og afi, tekin í Grundagerðinu hjá Helgu frænku og Einari

image0014.jpg

Afi átti stórafmæli og bauð okkur öllum upp í Borgarfjörð, að mig
minnir í mat á Bifröst, erum að koma heim þerna,

Kærleik til allra þeirra sem þetta lesa

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

mér sýnist að þú sért nokkuð lík ömmu þinni.

Ásdís Sigurðardóttir, 20.11.2011 kl. 11:37

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábærar þessar skemmtilegu minningar þínar Milla mín,  takk fyrir mig.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2011 kl. 11:54

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sitt sýnist hverjum Ásdís mín, en ég er talin sterklík móðurömmu minni, en eigi er leiðum að líkjast þar sem Jórunn amma er

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2011 kl. 20:16

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Ásthildur mín og sömuleiðis

Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 20.11.2011 kl. 20:18

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2011 kl. 21:34

6 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Yndislegt að sjá þessar gömlu myndir...

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 21.11.2011 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband