Fermingin mín.

Í síðasta bloggi var ég svona 11-12 ára, en núna er ég 13 ára og á að fara að fermast. Á þessum tíma bjuggum við á skrifstofunni hans pabba í sænska frystihúsinu sem stóð þar sem Seðlabankinn er núna, þar var einnig til húsa fjölskyldufyrirtækið Belgjagerðin, það var ekkert sérlega gaman að búa þarna, mig minnir að við höfum flutt í sumarbústaðinn síðan aftur í sænska og síðan á Laugarnesveginn, það var óttalegt vesen á peningamálum fjölskyldunnar, stafaði það nú trúlega vegna margra hluta.

Nú fermingin, amma og afi vildu halda veisluna heima hjá sér þar var nóg pláss, en mamma vildi það ekki og í öllu hallærinu var Þjóðleikshús-kjallarinn tekinn á leigu, matur, hljómsveit, því það var slegið upp balli eftir matinn, barinn var opinn og síkarettur á öllum borðum, fínnt skyldi það vera, ég var ekkert voða ánægð með daginn minn, en ég var ekki spurð hvað ég vildi.

Hér koma myndir sem eru góð minning um fólkið sem þarna var.

ferming.jpg

Mynd af mér í hvítum kjól sem keyptur var í Svíaríki

ferming_eg_og_langamma.jpg

Fallega langamma mín Jóhanna Olgeirsson, hún var ekki alvöru
en ól upp ömmu mína sem dó er ég var 2 ára,
svo langamma stutta var bara langamma, hún var svo góð
og ég elskaði hana afar mikið.

ferming_0001.jpg

Gestir í veislunni

ferming_0006.jpg

Háborðið

ferming_0005.jpg

ferming_0004.jpg

ferming_0003.jpg

Nonni bróðir er á endanum, Jórunn amma, Jón afi, Langamma,
pabbi, ég, mamma, Þorgils afi, Margrét kona hans og Ingó bróðir

ferming_0002.jpg

Það var þarna sem ég ætlaði að stjórna því hvernig Einar maður
Helgu frænku dansaði vals, fékk einn gúmoren og hann sagði
að herrann réði í dansinum, veit ekki hvort stjórnsemi mín
byrjaði þarna, en trúlega ekki og enn tórir hún, sko stjórnsemin
ferming_0008.jpg

Þessi fær að fylgja með, þessi er tekin um haustið á árshátíð hjá
Belgjagerðinni ég átti ekki að fá að fara með því ég hafði farið og
látið klippa mig svona Marlon Brandon stíl, eins og hann var í
myndinni um Napóleon Bonaparte, mér var nú nokk sama um það
en mamma réði því að ég færi.

Þá er ég búin að romsa þessu út úr mér.

Kærleik og frið á línuna
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Váá ekkert smá flott veisla, gaman að lesa þetta Milla mín.  Minningarnar eru manni ljúfar.  Knús og kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 30.11.2011 kl. 11:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með Ásdísi aldeilis fín veisla hjá þér kona mín.  Og svo sæt í hvíta sænska kjólnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.11.2011 kl. 12:59

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur mínar veislan var afar fín, yfirborðskend og ekki mín veisla, þetta snérist bara um að sýnast út á við og það hef ég aldrei þolað.

Knús til ykkar

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.12.2011 kl. 12:39

4 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já, gæti alveg trúað því..en fín ertu þarna samt ;)

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 3.12.2011 kl. 18:50

5 Smámynd: Guðlaug Björk Baldursdóttir

Yndislegar myndir og þú falleg frænka, nú kemst ég að skyldleikanum þe. Þorgils og Margrét....

Guðlaug Björk Baldursdóttir, 6.12.2011 kl. 17:52

6 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Gullfalleg í Svíaríkiskjólnum, miklu fallegri en sjálft kóngaslegtið hjá Svíum.

Bergljót Gunnarsdóttir, 6.12.2011 kl. 20:35

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Guðlaug mín Þorgils var afi minn, en Margrét var seinni kona hans sú fyrri sem var amma mín hét Guðrún Ágússtína Wedhólm, hún dó er ég var 2ja ára, en mér finnst samt ég þekkja hana betur en Margréti sem var aldrei nein amma fyrir mig

Knús til þín frænka

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2011 kl. 20:05

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Beggó mín og velkomin á bloggið aftur

Kærleik til þín ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.12.2011 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.