Gleðidagar

Það er með þessa gleðidaga sumir finna ekki fyrir þeim nema einstaka sinnum, en þeir eru alltaf hjá mér sumir dagar bara toppa aðra eins og þegar við stelpurnar á þessu heimili fengum bréf í vikunni sem leið frá Aþenu Marey litla ljósinu mínu á Húsavík og amma varð svo glöð að ég er búin að vera í sæluvímu síðan.

Í bréfinu voru myndir sem hún hafði teiknað sjálf og kallar teiknistílinn kassafólkið, litirnir og öll smáatriði í myndunum segir manni svo vel hvað hún elskar okkur mikið.

Set hér inn myndirnar, en fyrst eina af henni.

426863_3460693446011_1531172279_33131541_479990236_n.jpg

Þarna er hún að stjórna afmælissöngnum í sínu afmæli, alltaf með
allt á tæru þessi stelpa mín.

3_0001_new.jpg

Fyrst er amma og síðan Dóra frænka

3_new.jpg

Neró er fyrstur svo Sigrún Lea og Guðrún Emilía, þessi mynd er
tær snilld, Neró með hjartað á réttum stað og stelpurnar í
allri sinni litadýrð og sjáið skóna þeir segja svolítið mikið.
Myndirnar fóru strax á ísskápinn til að gleðja okkur alla daga


Takk elsku Aþena Marey mín við elskum þig mjög mikið
.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband