Hugleiðing Xl

Hef verið að pæla undanfarið í því er maður verður gamall í árum en ekki í anda.

Um tvítugt var ég gift og búin að eignast Dóru mína, fjórum árum síðar (með öðrum manni) eignaðist ég Íris, sex árum síðar kom Milla mín og rúmu ári síðar kom prinsinn hann Fúsi minn.
Ég elskaði börnin mín afar mikið og gerði allt fyrir þau sem ég mögulega gat, lífið mitt snérist bara um þau og gerir enn.

Börnin vaxa úr grasi og barnabörnin fóru að koma inn í mitt líf og aðra eins sælu hef ég ekki upplifað, var svo lánsöm að fá að vera viðstödd fæðingu fimm af þeim tíu sem ég á, að eignast barnabörn og fá að vera þeim samtíða gerir mann unga í annað sinn, það eru 23 ár síðan fyrstu komu, svo koll af kolli og sem betur fer er ég ennþá samtíða þeim og á alveg óendanlega skemmtilegar stundir með þeim.

Nú á meðan lífið rann ljúft áframm varð ég eldri og eldri komin á áttræðisaldurinn með alla mögulega kvilla sem hugsast getur, en ég er ekki að kvarta undan því heldur að nú er ég komin í yndislega íbúð fyrir 55 ára og eldri, luxusíbúð í alla staði, það fer vel um mig en er ég sátt, nei ég er ekki sátt, ég á ekki heima hérna, finn mér allt til að setja út á sem ég hef engan rétt til að gera því ég tók þessa ákvörðun sjálf, get eigi kennt neinum um þó ég gjarnan vildi.

Held að ég þurfi bara að venjast því að vera orðin gömul í árum þó ég sé ekki gömul í anda.

Eitt enn, það er alltaf verið að tala um leigumarkaðinn og að það vanti að koma upp góðum leigumarkaði hér á landi og er það mikið rétt einnig er talað um að það vanti sjúkraheimili fyrir þá sem eigi geta bjargað sér lengur og er það einnig mikið rétt, en hvað með leiguíbúðir fyrir 55 ára og eldri, þurfum við ekki líka huggulegar íbúðir á leiguverði í samræmi við launin okkar?
Ég er í leiguíbúð og borga 156.500 á mán. Íbúðalánasjóður á íbúðirnar í þessu húsi, síðan fæ ég húsaleigubætur upp á 22.000, við þurfum ekkert að ræða launin okkar allir vita að þau duga ekki fyrir hvorki einu né neinu allavega ekki hjá mér, ég borga leigu, tryggingar, hita og rafmagn, fjarskipti, bensín á góða bílinn minn sem er orðin átta ára, LYF, vitamín, sjúkraþjálfun, þegar ég er búin að borga þetta allt þá á ég varla nokkuð eftir til að kaupa mat tala nú ekki um ef eitthvað kemur uppá eins og að þurfa á sjúkrahús, aukin lyf eða þannig.

Ég drekk ekki. reyki ekki, hætt að gefa jólagjafir (segir sig sjálft) fer aldrei neitt enda í mínu tilfelli hef ég lítin áhuga á að fara eitthvað nema ég mundi þyggja að fara á tónleika svona fyrir jólin, en það er ekki hægt.

Ef ég væri í leiguíbúð sem væri svona 80.000 þá væri sæmilegt að lifa ekki meir, en það er svo hrikalega siðlaust liðið sem stjórnar þessu landi að það hálva væri nóg.

Þið sem lesið þetta og eruð í sömu stöðu og ég: " hvað finnst ykkur"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milla mín það er sama hve gömul við erum það er ekkert sem segir að við verðum að vera ánægð með allt sem gerist í lífi okkar. Ég veit hvers vegna þú ert ósátt og skil það vel og það er ekkert sem segir að þú verðir að sætta þig við það.

Knús og kær kveðja frá okkur.

Egvania (IP-tala skráð) 7.11.2014 kl. 19:56

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskur á Tröllaskaganum knús knús til ykkar <3

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2014 kl. 21:48

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

kiss Ég veit ekki hvernig ég myndi fara að ef ég væri ein á ellilífeyrinum. Góður pistill Milla mín.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.11.2014 kl. 14:25

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Silla mín <3

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2014 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband