Konur verja heimilislausa.

Ég stend upp fyrir þeim þremur konum sem verja heimili fyrir heimilislausa og vona ég að aðrir komi í kjölfarið. Er allt þetta fólk sem er að mótmæla þessu heimili svo fullkomið að það hafi efni á því að vera að  mótmæla. Nema að þau séu að  elta tískuna sem er meðal annars mótmæli. Þjóðfélagið er nefnilega orðið þannig, að það er sama hvað er gert eða hvað á að fara gera öllu er mótmælt. Mér fynnst nú alveg sjálfsagt að ræða mál kynna sér þau og hafa skoðun á öllu, en af hverju þarf að vera þessi heift, reiði og valdstefna. Við eigum að sjálfsögðu að standa á rétti okkar, en við eigum bara öll sama réttinn.

Allt annað mál, um veffrétt sem ég las 27-04 rituð af Huldu Guðmundsdóttur.     

                             Fyrirsögn:   Slagorðapresta nei takk!

Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki nægilega að mér í því sem hún er að skrifa um, ég held að hún sé það ekki heldur. Þessi  skrif virka þannig á mig að um áróðursupptalningu  sé að ræða já eða þannig sko.  Ég gæti sagt margt um þessi skrif en ætla ekki að fara nánar út í þessi mál, en endilega lesið sjálf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Sæl ég var að lesa pistilinn þinn hér að neðan um heimilislausu mennina og ég er alveg sammála þér. Fólk talar og talar um að það þurfi að aðstoða fólk í slæmri stöðu en svo verður það hálfgalið þegar úrræðin eru sett í þeirra hverfi. Ég hef enga trú á að þessir menn verði til vandræða þarna. Í mitt nágrenni, já takk. Truflar mig ekkert .

Kveðja 

Ragnheiður , 29.4.2007 kl. 13:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.