Misnotkun.

Hef sagt og ritað þetta orð  margoft, misnotkun í hvaða formi sem það gerist, er sjúkur gjörningur.
Þú opnar ekki svo blað eða hlustar á fréttir, að það sé ekki talað um misnotkun á einhvern hátt.
Ástralskir frumbyggjar, sem eiga ekki neitt. Hverjir eru það sem misnota börnin þeirra? Eru það ekki bara menn og konur sem koma og borga foreldrunum fyrir, þau eru  orðin siðlaus, sinnulaus og veik að já ég veit ekki hvað.
Ég spyr eins og sá sem ekkert veit, er ekki komin tími til að hjálpa þessu fólki á annan hátt en að borga þeim bara einhvern pening og næstum því segja verið svo heima hjá ykkur og látið hin svokallaða  siðmentaða heim í friði. Nei ég bara spyr?
Ekki veit ég hvað er best.
Síðan er það sem er að gerast hér á voru Fróni, ég las í blaði í dag, að það hefði þurft að reka börn úr vinnuskóla vegna virðingarleysis við allt og alla. Ég sendi þessum börnum og öllum öðrum börnum í sömu sporum ljós og góða strauma og vona að þau fái þá leiðsögn sem þau þurfa
til að snúa við blaðinu. Það var talað um að foreldrar hefðu sofnað á verðinum,
já þau eru búin  að sofa síðan börnin fæddust. Það er nefnilega þannig að börn þurfa sterkan aga, mikinn kærleika og að þau séu alin upp í góðum siðum. Sérstaklega að bera virðingu fyrir sér og öðrum og um leið umhverfinu í heild sinni.


mbl.is Áfengi og klám bannað á svæðum ástralskra frumbyggja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband