Af gefnu tilefni.

Mig langar til að koma því á framfæri vegna athugasemda við bloggi mínu fyrr í dag,
ég hef megnustu óbeit á öllu ofbeldi sér í lagi kynferðislegu ofbeldi,
en mér finnst ekki rétt að dæma mann sem fékk ungur drengur dóm fyrir slíkt athæfi.
Við á Íslandi hefðum ekki dæmt þennan dreng í fangelsi heldur hjálpað honum
eins og við hefði átt.
Okkur ber skylda til að gefa honum tækifæri til að sanna sig, það getur hann ekki
ef hann mætir mikilli neikvæðni.
Gangi okkur vel í því að hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var að lesa þetta, og á ekki orð yfir vitleysisganginn og fáfræðina hjá fólki. Annað hvort eru þetta hálfgerðir krakkar, tja eða bara plein fífl

Þorgerður (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 22:06

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ Þorgerður mín. Manni finnst maður stundum vera eitthvað
utangátta. "Hægan" Hvað er að gerast, tók ég vitlausan pól í hæðina
NEI! NEI! NEI! Ég ætla að halda mér við mínar skoðanir,
ég hef alltaf verið þannig að ég gef sjálf fólki tækifæri, nú ef það reynist ekki
vel þá verður bara að hafa það. Gaman að heyra í þér elsku frænka.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.8.2007 kl. 08:03

3 identicon

Auðvitað heldurðu þig við þínar skoðanir. Og það er rétt hjá þér, maður verður að gefa fólki tækifæri, og það verður svo bara að koma í ljós hvernig fólk nýtir þessi tækifæri. Finnst barnalegt af fólki að hrópa "kynferðisafbrotamaður" þegar það veit ekkert um hvað það er að tala. Vona að Aron Pálmi eigi eftir að standa sig vel í lífinu.

Þorgerður (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband