Strangari viðurlög.

Hvernig væri að herða viðurlögin það mikið að menn mundu hugsa sig um
áður en þeir settust undir stýri blindfullir og siðlausir í alla staði.
Ég get ekki séð að menn sem  fremja svona glæp,
hafi nokkuð að gera við  ökuskírteini.
það mætti svipta þá réttindum í 5.ár við fyrsta brot,
og  einnig gæti það gilt við ofsaakstri.
Hvað með okkur borgarana ber okkur ekki skylda til að tilkynna
ef menn brjóta af sér, jú það ber okkur, 
ég hef nú bloggað um þetta áður og ég tel að ef við erum iðin við kolann
þá hefst þetta að einhverju leiti.
Það var svínað fyrir okkur um daginn vorum við með þrjú börn í bílnum
og hefði það getað farið afar illa
hámarkshraði var 90. en við vorum á nýlagðri olíumöl svo við vorum á 50.
það hefði ekki þurft að spyrja að hefðum við verið á 90.
maðurinn sem keyrði traktor með rúllubindivél aftaní var bara að tala í síman
og svínaði inn á veginn fyrir framan okkur.
ég hringdi í viðkomandi Lögreglu og lét vita
Stöndum saman og gerum eitthvað í málunum.


mbl.is Ölvaður maður ók á rútu á bílastæði á Þingvöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.