Gamlárskvöld og hræðsla.

Þegar ég man fyrst eftir hræðslunni.
Það var er ég var 11ára, það var alltaf veisla heima hjá mér því mamma
á afmæli þetta kvöld, fólk kom kl6 í mat og drykk.
þegar var farið að nálgast miðnætti, tóku þeir sig til þessir
yndislegu karlmenn sem að sjálfsögðu voru orðnir of drukknir
til að viðhafa þennan gjörning með bara stóra vindla að vopni.
Nú það endaði með því að pabbi minn fékk smá skeinu á andlitið,
en í mínum huga var þetta stórslys og síðan þoli ég ekki
Gamlárskvöld.
Var ætíð frekar leiðinleg mamma, fór aldrei á brennur eða út kl 12
að horfa á alla dýrðina, sko þeim fannst þetta dýrð,
en því miður gat ég ekki séð þessa dýrð.
Það sem ég hef aldrei skilið það er að það skuli alltaf þurfa að vera þessi víndrykkja
við öll tækifæri sem eyðileggur yfirleitt alla skemmtun fyrir fólki.
Ég ætla að taka það fram svo fólk haldi nú ekki að ég sé einhver fanatíkus,
ég smakka vín og finnst það bara í lagi þegar við á.
Á mínu heimili var aldrei hreift vín á jólum.
Og aldur minn og þroski hefur kennt mér það að við þurfum
ekkert á víni að halda.

 Þetta er bara mín skoðun.              Góðar stundir. Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

HÆ, Hallgerður mín já auðvitað máttu kalla mig Millu ég er alltaf kölluð  Milla.  Takk:  skal aldrei rita orðið "bara" aftur er búin að vinna vel í þessum málum, en ég tók ekki einu sinni eftir því að ég væri að rita  neikvætt orð.
Það gerðist nú bara hér um daginn, að ég var að tala við konu hjá fyrirtæki í bænum og var að segja henni hvernig ég mundi sjálf leiðrétta mistök sem fyrirtækið gerði mér, og bað hana um að skila þessu til viðkomandi aðila. Já ég skal gera það sagði þá konan, ég þarf bara að athuga hver á að fá þetta, fyrirgefðu sagði hún, en þetta er minn fyrsti vinnudagur og ég er bara hérna á símanum.
Ég sagði konunni hver ætti að fá þetta, og síðan sagði ég henni að hún væri ekki bara á símanum, og elsku vinan þú átt að svara
segja góðan dag, nafnið á fyrirtækinu og  nafnið á sjálfri sér, síðan get ég  liðsinnt þér, en þessi kona var að gefast upp vegna stöðugra símtala v/ þessa máls sem ég var að hringja út af.
Svo ég ætti Hallgerður mín ekki að gera sjálfri mér þetta.
                        Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2007 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.