Barnaverndarnefndir ætíð verið skipaðar eftir pólitík.

Barnaverndarnefndir hafa ætíð verið skipaðar pólitískt
eftir hverjar kosningar, allar götur, hvort það er rétt eður ei
skal ég ekki dæma um.
Hér fyrir ekki svo mörgum árum var það nú oft þannig,
að sama fólk var haft í nefndinni þótt það kæmu nýir flokkar inn,
vegna reynslu þeirra sem fyrir voru.

Í dag þurfa að vera sérfræðingar í þessum störfum,
það gildir það sama um þá, þurfa að afla sér reynslu,
og nefndin að læra að vinna saman.
Ég er ekki alveg að skilja mannaskipti í þessum nefndum.
það hefur ekkert upp á sig nema sundrung.
Málið er að þótt nefndin sé skipuð pólitískt þá vinnur hún
algjörleg óháð pólitík,
því hvað hefur barnavernd  með pólitík að gera. "ekki neitt".
Hvess eiga börnin að gjalda sem þurfa á nefndinni að halda
vegna heimilisvanda, jafnvel í langan tíma, og alltaf er nýtt fólk,
það gengur ekki, því börnin læra aldrei að treysta neinum.

                                        Góðar stundir.


mbl.is Skipuð formaður barnaverndarnefndar að henni forspurðri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Börnin njóta alltaf vafans, og börn í tilfinningakreppu vegna heimilisástæðna, eru niðurbrotnar sálir, en ef til kemur að þau þurfa að verja foreldrana þá sýna þau þroska til þess.
þroskinn sem er engin raunverulegur þroski, kemur annað hvort af hræðslu eftir að þeim hefur verið hótað, eða þau eru að verja þá sem þau elska og þau gera það ótrúlega lengi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.1.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband