Fyrir svefninn.

Tveir eiginmenn, Grímur og Guðni, voru í alvarlegum hugleiðingum
um hjónabandið.
>> það er ekki síður hægt að verða leiður á hjónabandinu en öðru.
það er svo sem eins og að vera altaf að spila sömu gramofónplötuna,<<
sagði Grímur. >> Já, og meira að segja altaf sömu megin,<<
bætti Guðni við.

Pilsamerin.

            Henni ber að hrósa spart,
            hún er sver í fangi.
            Pilsamerin, vökur vart,
            vixluð er í gangi.

Maður nokkur átti stygglynda konu, og var hún allmiklu eldri en hann.
Í orðastað eiginmannsins kvað Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga:

           Kalt er ástarþelið þitt.
           þó ei framar vonum:
           það er illt að eiga sitt
           undir haustveðronum.

                               Góða nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góða nótt Milla mín

Guðborg Eyjólfsdóttir, 29.2.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góða nótt og takk fyrir að skrá þig á topplistann

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.2.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Alltaf á fyndnu en ljúfu nótunum.  Góða nótt í sveitina.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.2.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband