Gleðidagur, en skítkast.

Skítkast já er það ekki merkilegt, að fólk skuli
elta ólar við að rangtúlka orð og setja allt í
viðsnúning.
Það gerðist eimmitt hjá mér í gær er nokkrir voru að kommenta
við bloggi mínu, ekki í fyrsta skipti, með þvílíkum orðaleppum
að ég hef nú aldrei séð notuð slík orð á fólk.
Lifir þetta fólk sem hagar sér svona, á því að ropa út úr sér
svívirðingum á fólk sem það þekkir ekki neitt.

En ég held að ég sé nú alveg orðin skóluð í þesskonar
uppákomum.
Maður er svo fljótur að gleyma, fyrir nokkrum árum var ég að vinna á
afar skemmtilegum vinnustað, 
þar átti maður á hættu að fá svona skítkast yfir sig,
þó ekki væri það algengt.
En ef það gerðist og varð slæmt gat maður bara ýtt á einn hnapp þá
kom lögreglan, um leið og hún birtist lögðu þeir niður rófuna.

það er akkúrat það sem ég uppgötvaði í blogginu,
eftir góðra manna ráð að maður ýtir bara á einn takka,
á honum stendur banna og eyða og maður er sinn eigið lögvald,
ef það ekki dugar, þá hefur maður sér æðri menn til að taka við.

Í gær var skemmtilegur dagur hjá okkur, gullmolarnir mínir komu
í helgarfrí, reyndar á föstudaginn þá höfðum við Ítalían langlokur
í matinn. Á laugardeginum snemma fórum við gamli í búð að versla smá
Íris kom síðan um tvöleitið þá fengum við okkur að borða snarl.
Um kvöldið var ég með tíning úr kistunni, hangikjöt og hamborgarah.
með öllu tilheyrandi og kom Ingimar með Ljósálfinn og ljósið í mat,
þær komu ekki systur, voru að fara í konuboð.
Það er svo gaman að gefa ljósinu mínu að borða, henni finnst allt gott
og segir alltaf Ummmmmm hvað þetta er góður matur.
Við matarborðið var skipts á skoðunum og talað um orð og orðvenjur
það er afar skemmtilegt umræðuefni.

Núna sit ég við tölvuna, engillinn í sturtu og demantarnir mínir
sofandi, þær voru ekki farnar að sofa kl. 4 í nótt, ég leit inn til þeirra um kl. 3.
þá var önnur að lesa í bók og hin sat við lestur í tölvunni,
svo uppteknar að þær litu varla upp.
                         Eigið góðan dag kæru vinir.
                                    Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir vinkona, mín góð vísa, og veit ég það vel enda alveg komin niður á jörðina með þetta, var bara svolítið hörundssár til að byrja með, hef bara aldrei þekkt svona lagað.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 09:23

2 Smámynd: Brynja skordal

það er bara því miður eins og "sumt" fólk lifi fyrir það að böggast í öðrum og er netið eitt af því já það er svo gaman að gefa öðrum að borða sem seigja ummmm hvað þetta er góður matur æðislegt bara hafðu ljúfan og góðan sunnudag mín kæra

Brynja skordal, 30.3.2008 kl. 10:19

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Brynja mín, má til með að minnast á ýsuna og kartöflurnar,
Ég fór að segja frá krepputalinu okkar hér á blogginu, t.d. með kartöflurnar og ýsuna sem þú ætlaðir að hafa í matinn,
þá sögðu þær að þær söknuðu þess að fá ekki soðningu,
það væri eiginlega aldrei á skólanum.
Það er fyrir það að engin vill soðin fisk núorðið, það er nú bara skömm að þessu. Finnst krökkunum þetta ekki nógu fínt eða hvað?
ég held að það sé ekki fyrir það að þeim þyki þessi matur vondur,
öll hafa þau verið alin upp á þessum mat.
                             Knús inn í góðan dag. Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 10:31

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mér fynnst nú bara að  fólk ætti að líta sér nær, þeir sem haga sér svona eiga bara virkilega bágt

Risknus á þig Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 30.3.2008 kl. 10:51

5 Smámynd: Ásgerður

Sumir virðast bara ekki hafa neitt annað að gera en að vera með skítkast,,,hlytur að vera leiðinlegt líf

En við sendum þeim bara kærleika og höldum áfram,,,ekki satt?

Knús á þig

Ásgerður , 30.3.2008 kl. 10:56

6 Smámynd: Brynja skordal

já þetta er efni í heil langa færslu Milla mín með fiskinn allir mínir krakkar hafa borðað fisk en svo kemur gelgju tímabilið eins og ég kalla það þá er fiskur allt í einu orðin ojjj svo vondur en sem betur fer hefur þetta tímabil fjarað út þegar gelgjutímabilið er yfirstaðið og fiskur orðin nammi aftur mín yngsta 11 ára er ný komin inn í þetta tímabil en hún Elskar plokkfiskinn ennþá sem er gotten einn frændi minn sagði þegar hann var lítill já pabbi minn er út á sjó að veiða Fisk og karöflur fannst það yndi

Brynja skordal, 30.3.2008 kl. 11:23

7 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Til hvers eiginlega að gera svona við þig..... það er bara vont fólk Milla!

En ég var greinilega ekki sú eina sem fór seint að sofa, en ég er allavega vöknuð.

Knús

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.3.2008 kl. 13:53

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stelpur það er flott vísa sem Hallgerður setur hér inn að ofan,
viskan er mikil og ætla ég að endurtaka hana.

                       Taktu ekki níðgróin nærri þér
                        það næsta er trúlega saga.
                        Að lakasti gróðurinn ekki það er
                        sem ormarnir helst vilja naga.

Svo sendum við þessu fólki kærleika og ljós.
Ég er búin að biðja góðan guð að blessa þetta fólk.
Takk fyrir mig Róslín og Ásgerður frænka mín,
                 Knús til ykkar Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 14:50

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já þetta með fiskinn, ég er svo lánsöm að þær hafa aldrei farið á gelgjuna gullmolarnir, þær elska fisk og í gær voru þær að spyrja Írisi frænku hvenær ætti að hafa sushi fyrir fjölskylduna?, ég sagði að það yrði þegar gæftir yrðu góðar, sem sagt er við fáum fisk.

Fiski buffið er mjög vinsælt hjá mér og geri ég það yfirleitt, að sjóða vel af fiski og kartöflum síðan bý ég til fiskibuff úr afganginum og frysti það er svo gott að eiga þetta til að grípa í.
Stína,  Brynja og Sigga ég er búin að ákveða að láta þetta ekki hafa áhrif á mig, það er bara fyrst sem maður gerir það svo skólast maður til.                         Knús Knús á ykkur Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 15:07

10 Smámynd: Tiger

  Uss já, segi eins og aðrir - alls ekki taka svona nærri þér. Það eru og verða alltaf til rætnir einstaklingar sem þurfa að segja eða gera eitthvað misjafnt og misgott. Um að gera að nota banna & þurrka út þá sem kunna sig ekki. Þeir sem þurfa að vera með leiðindi á netinu ættu bara að skammast sín og halda sig heima hjá sér ... Knús á þig MIlla mín..

Tiger, 30.3.2008 kl. 16:03

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Tiger míó, ætla ekki að taka þetta inn á mig, ég er búin að banna og þurrka út, bið svo bara guð að blessa þetta fólk.
það er alltaf jafn hlýlegt að lesa frá þér góð orð.
                             Knús Milla

.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 20:06

12 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég varð nú bara bit við lesturinn....hélt þessir bjánar myndu halda sér frá síðum sem þínum. Lifðu heil mín kæra.

Heiða Þórðar, 30.3.2008 kl. 20:28

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þakka þér fyrir hlý orð, mér finnst það bara sorglegt að menn skuli haga sér svona, þeim hlýtur að líða afar illa.
                         Kærar kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2008 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband