Saga galdra.

Upptök galdra má rekja til átaka á milli kaþólskra og mótmælenda,
sem náðu hámarki í 30 ára stríðinu.
mikil samfélagsólga ýtti undir galdratrú sem endaði í trúarofstæki.
Galdur var til vitnis um villutrú og við henni lá dauðadómur.
Nornir voru sagðar handbendi djöfulsins,
og var talið að þær væru stöðugt í ástarleikjum með kölska.
Fólk trúði því að nornir gætu flogið um á kústum, og rætt var um
það í fullri alvöru. því var haldið fram að nornir myrtu nýfædd börn,
vegna þess að konur voru oft ljósmæður og var þeim kennt um ef
börn létust. það voru líka galdrar ef lækning heppnaðist ekki
og skilin milli lækninga og galdurs voru oft óljós

                       Galdrar á Íslandi.

Galdrafárið á Íslandi leiddi af : ,,hinum hörðuvítiskenningum"
sem komu frá Evrópu.
Varnagaldur (hvítigaldur) var tíður og trúðu menn almennt á hann.
Fól sá galdur í sér vísi til lækninga, og átti að bægja illu frá mönnum
og lækna menn af meinsemdum.
Trúin á svartagaldur reis hæst á 17.öld, en þótti hann samt hinn
versti glæpur bæði í kaþólskri og lútheskri trú.
Svarti galdur var notaður til að gera fólki mein með hjálp frá djöflinum.
margir leituðu liðsinnis töframanna í veikindum
eða notuðu töfra til að komast yfir kvenfólk.
Einnig stunduðu menn kukl, særingar og rúnaristur. þungar refsingar
voru í lögum landsins og ofsóknir á galdramenn hófust á 17. öld.
helstu menn Íslands Þ.á. m. lögmennirnir Magnús Björnsson og
Þorleifur kortsson stóðu fyrir ofsóknunum og hófust þá galdrabrennur.
Fyrsta galdrabrennan var í Vaðlaþingi í Svarfaðardal árið 1625.
maðurinn sem var borin á bál hét Jón Rögnvaldsson og átti hann að
hafa vakið upp draug til þess að vinna öðrum manni
( Sigurði á Urðum) mein.
Tíðkuðust galdrabrennur hér á landi allt til ársins 1685.
Á því tímabili (1625-1685) voru 25 menn teknir fyrir fjölkyngi
og þar af aðeins tvær konur.

Höfundar þessarar samantektar eru nemendur á Laugum í Reykjadal,
þær Sigrún Lea og Guðrún Emilía og Kristín og Unnur.
Fleira frá þeirra ranni mun fylgja síðar.

                                             Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

  Þetta var skemmtileg færsla Milla mín og heilmikið fróðleg. Ég hef alltaf heillast af "göldrum" í allri mynd. Bíómyndir sem gerðar eru með galdraívafi hafa t.d. alltaf heillað mig mikið og sæki ég mikið í myndir sem byggja á yfirnáttúrulegum hlutum sem og galdrabrögðum. Og - jamm ég elska galdrakarla og nornir - þannig séð..

Knús á þig Milla mín og eigðu góðan dag, og jamm, eða neibb, ég er sko ekki myrkfælinn - no way! *bros*..

Tiger, 28.4.2008 kl. 15:19

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þetta er fróðlegt og skemmtilegur lestur Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.4.2008 kl. 15:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Tiger míó það er eins gott að þú ert ekki mirkfælinn því færslur verða með þessum hætti í bráð.
En, svo sem er, galdrasaman-tektin hjá stelpunum ekki svo ný allir   eiga að kannast við þetta, en maður er svo fljótur að gleyma.
Allir landar vorir hafa áhuga á dulrænum efnum, göldrum og bara öllu sem sumum finnst erfitt að útskýra, sumir þykjast ekki hafa neinn áhuga á þessu en hafa það samt.
                       Kveðja til ykkar Tiger og katla.
                                 FrostyMilla í snjókomunni.
                                                   Laughing 1 






Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 15:40

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

það er allavega afar áhugavert, og að lesa um heimsku mannana hér áður og fyrr, er þeir voru svo hræddir við hið óþekta að þeir kölluðu þetta galdra. Já vonandi er þetta síðasta hretið hjá okkur, þá verður komin tími á að hlú að blómum og álfum.
                                   Kveðja til þín Kurr.
                                      Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 17:34

5 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ef að væri ennþá nornabrennur hér á landi þá væri löngu búið að brenna mig! Ég er svo forvitin í allt sem er öðruvísi svo ég þarf alltaf að prófa allt

Huld S. Ringsted, 28.4.2008 kl. 18:02

6 Smámynd: Erna

Gaman að þessu Milla

Erna, 28.4.2008 kl. 18:26

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

því get ég trúað Huld þú ert svo mikill prakkari, þú líka Erna.
                       Kveðjur Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.4.2008 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband