Fyrir svefninn.

Þeim stöllum sem samantóku þetta þema þótti undarlegt
að sama sagan væri til á Íslandi og í Japan þar sem höf, 
lönd og menning aðskilja löndin tvö.
Samt deilum við sömu sögunni saman. bara í aðeins breyttri
útgáfu af selshamnum, sem ég ritaði um í gær.

                                Haguromo
                                        Frá Shizuoka

Fiskimaður, Hakuyo, fer að fiska, þar sér hann himneska slæðu,
hagoromo (en það er klæði engils) hanga á furutré á ströndinni,
hann tekur slæðuna og felur hana. Ung stúlka kemur og grátbiður
hann um að fá hana aftur. þegar hann neitar, verður stúlkan veikari,
þar sem slæðan var líf hennar.
Hakuyo vorkennir henni og lætur hana hafa slæðuna aftur,
stúlkan dansar fallegan dans til að biðja fyrir velferð landsins,
og fer aftur til himna.

                                 Frá kyoto

Gömul hjón, án barna, hitta átta engla. þau fela eina af slæðum þeirra,
og ættleiða hana. Stúlkan sem býr til afbragðs sake og færir fjölskyldunni
ríkidæmi, en eldri hjónin skipta um skoðun og reka hana burt úr húsinu.
Hún er útskúfuð eftir að hafa lifað mörg ár á jörðinni, og er ófær um að
komast aftur til himna. Eftir að hafa flakkað frá stað til stað
sest hún að í bænum Nagu.
                                               Góða Nótt.Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

GN................. innlitskvittun :)

Erna Friðriksdóttir, 29.4.2008 kl. 22:18

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða nótt elsku Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2008 kl. 22:25

3 Smámynd: Helga skjol

Helga skjol, 30.4.2008 kl. 05:39

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn snúllur mínar, uss ekki er nú betra veður hjá okkur í dag, það á víst að vara til laugardags
En verður maður ekki að sætta sig við það?????
                          Knús í daginn ykkar
                            Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.4.2008 kl. 06:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.