Vanþroska afsökun.

Já ég tel þetta vera vanþroska afsökun hjá fólki sem á eigi
að vanmeta greind okkar skattgreiðenda.
Við vitum nefnilega alveg hvernig þetta fer fram og af hverju
það fer eigi fram fyrr.

Voru mönnunarvandamálin nokkurn tímann leyst að fullu
síðastliðin vetur, að mig minnir þá voru frístundaheimilin
aldrei fullmönnuð, þess vegna hefðu íþrótta og tómstundaráð
átt að byrja miklu fyrr að athuga með þessi mál.
Nota beni! þeim er alveg sama.

Fyrir utan að það er til skammar að elsku börnin sem eru með
skerðingu á einhvern hátt, þurfa reglusemi og stöðuleika í
sínu daglega lífi skuli þurfa að verða fyrir röskun í byrjun skólaárs.
Jafnvel þurfa foreldrar að fá frí í vinnu, svona til skiptis eða koma
barninu fyrir þar sem barnið er jafnvel ekki vant að vera og það
getur haft slæmar afleyðingar fyrir litla skinnið sem á í hlut.
Nú foreldrar missa jafnvel laun, komast í klemmu með greiðslur.

Og hvern fjandann halda þessir ráðamenn að þá sparist?
Akkúrat ekki neitt, það vita þeir, en er alveg sama.
                               
Eyðið minni peningum í fjandans bruðlið, hækkið launin, og komið
svo niður á sama plan og við erum á, sem borga ykkur launin.

                                                                         Góðar stundir.
Ps.
           merkilegt maður er endalaust að endurtaka sig,
           en maður verður, því það er aldrei hlustað á mann.


mbl.is Einhverft barn kemst ekki að á frístundaheimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halla Rut

Takk fyrir þetta Guðrún mín.

Halla Rut , 28.8.2008 kl. 08:22

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er ekkert að þakka Halla mín ég þekki nú aðeins til svona mála
og mér hugnast vel að tala um það þó reið verði ég afar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 08:28

3 identicon

Mér þykir mjög miður að þetta sé skoðun þín þar sem ég er starfsmaður á frístundaheimili. Ég er samt að sjálfsögðu sammála þér með að hækka þurfi launin en treystu mér þegar ég segi að Íþrótta- og tómstundaráð byrjaði mjög snemma að leita að fólki í vinnu og við erum eins og stendur að gera allt sem við getum til þess að manna fólk í þessar stöður. Þú kannski gætir hjálpað með því að benda einhverjum sem þú þekkir á vinnu hér. Og ekki segja að þeim sé alveg sama, vegna þess að það er bara einfaldlega lygi. Kynntu þér málið aðeins betur áður en þú ferð að segja svona hluti.

Takk fyrir

Starfsmaður á frístundaheimili (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 09:52

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Sigga mín, satt og rétt sem þú segir.
Knús í daginn þinn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 10:11

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ertu þá að meina að starfsmenn frístundaheimila séu beðnir um að taka að sér að útvega fólk til vinnu?
Svo tel ég að þú ættir sjálf að kinna þér hlutina áður en þú talar til fólks.
Engin fæst til að vinna fyrir þeim skítalaunum sem boðið er upp á í þjónustugeiranum yfirhöfuð, og mundi ég eigi benda neinum á þá vinnu.
Mannekla er búin að vera viðloðandi í áraraðir, og tími til kominn að leysa þessi mál í eitt skipti fyrir öll.
Skoðun mín góði stafsmaður er staðreynd, en breyta þarf þeirri staðreynd.
Það þarf að koma upp vel þjálfuðu og víðsýnu  starfsfólki,
og borga þeim góð laun.
Þarna er verið að hlú að börnunum okkar.

Svo skil ég eigi hörundsæri þitt, þar sem ég er eigi að tala um starfsfólk sem þegar er búið að ráða sig til vinnu við frístundarheimili
út um allt.

Svo væri alveg ágætt ef fólk mundi vilja nafngreina sig,
Það er að mínu mati siðlegra.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 10:24

6 identicon

Þetta er í rauninni alveg merkilegt að það sé ekkert gert í því að manna þessi heimili fyrr en rétt áður en þau eiga að taka til starfa og þá fyrst fái foreldranir að vita að það sé ekki hægt að taka við börnunum þeirra. En það eru líka launamálin sem spila inn í því eins og ég las á netinu áðan þá vill fólk frekar vera á atvinnuleysisbótum heldur en að vinna vinnu sem gefur svipað það er að segja þegar þú ert búin að koma þínum börnum í skóla eða leikskóla og koma þér á milli heimilis og vinnustaðar.

Þetta kostar allt og ég er viss um að þegar upp er staðið þá er meira í vasanum eftir hjá þeim sem er á atvinnuleysisbótum heldur en þeim sem er í láglaunavinnu. Það er sorglegt hvað launin eru lág en það er því miður þannig að ákveðnar stéttir halda launum niðri hjá þeim sem lægstu launin hafa því það er alltaf miðað við hvað þessi og hinn hafi í laun sem er búin að mennta sig, þeir sem eru ófaglærðir geta ekki farið upp fyrir þá í launum.

Eigðu góðan dag Milla mín.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Góð ábending Milla mín og fólk endurtekur sig æ ofan í æ en engin hlustar, það er bara málið.  Takk fyrir góða grein.

Ía Jóhannsdóttir, 28.8.2008 kl. 11:23

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mikið rétt hjá ykkur elskurnar, altaf réttlætið í fyrirrúmi hjá þér Milla mín

Kristín Gunnarsdóttir, 28.8.2008 kl. 11:50

9 Smámynd: Helga skjol

HEYR HEYR.

Knús á þig Milla mín

Helga skjol, 28.8.2008 kl. 12:04

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir góð innlegg stelpur mínar, já það er sind þetta með launin
og ég mun aldrei skilja að þeir ætlist til að við lifum á þessum skítalaunum.
Knús knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 13:41

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Synd á þetta að vera en ekki sind.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.8.2008 kl. 13:41

12 identicon

Heyr heyr....

hindin (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 18:12

13 identicon

Ég ákvað að nafngreina mig ekki vegna þess að margir lesa þessi blogg á mbl.is og ég er ekki hrifin af því að foreldrar barnanna á mínu frístundaheimili komi upp að mér og spurji mig spurningar um hvað ég geri á netinu (hvort sem það er jákvætt eða neikvætt). Og nota benE, það eru ekki skítalaun í boði fyrir almennan starfsmann á frístundaheimili. Skólaliðar og stuðningsfulltrúar í skóla eru að fá skítalaun, miklu lægri en launin á frístundaheimilunum. Samt er ég sammála um að það þurfi að hækka launin umtalsvert. En málið er samt að 54% vinna á viku er hæsta hlutfall sem almennur frístundaleiðbeinandi getur fengið og því eru ekki margir að leita sér að vinnu í þessu hlutfalli annað en skólafólk sem erfitt er að ráða í vinnu þegar þau vita ekki á hvaða dögum þau geta unnið fyrr en að þau fá stundaskrárnar sínar. Það er búið að vera að leita að fólki til að manna þessar stöður í allt sumar og ég hef beina reynslu að því. Hækkum launin og hættum að tala of mikið um eitthvað sem við vitum ekki of mikið um. 

Ps. svar við spurningu þinni: "Ertu þá að meina að starfsmenn frístundaheimila séu beðnir um að taka að sér að útvega fólk til vinnu?" Svarið er nei, alls ekki. Skil ekki alveg hvernig þú fékkst það út úr því sem ég sagði. Þegar ég sagði "við" þá meinti ég ekki "við starfsfólkið" heldur allir þeir hjá ÍTR sem eru þessa dagana nánast í fullri vinnu við að reyna að manna í stöðurnar.

ps2. "Engin fæst til að vinna fyrir þeim skítalaunum sem boðið er upp á í þjónustugeiranum yfirhöfuð". Hvernig útskýrir þú þá fólkið sem vinnur á kassanum í búðinni sem þú verslar í kvöldmatinn; þá sem dæla bensíninu á bílinn þinn; þann sem setur sinnep á pulsuna þína; þann sem keyrir strætóinn í þínu hverfi; þann sem selur barnabörnunum þínum laugardagsnammið o.s.frv?

Starfsmaður á frístundaheimili (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband