Fyrir svefninn. Valdefling í verki á Húsavík.

þegar ég flutti til Húsavíkur, kynntist ég vel einni vinkonu
Millu minnar, henni Gunnu, hún er þvílíkur fjörkálfur og bara
í alla staði yndisleg  stelpa.
þegar Setrið var stofnað var hún notandi no.1, eins og hún
segir sjálf frá.
Einhverju sinni var hún stödd hjá mér þá hringir gemsinn hennar,
það var verið að kalla alla á námskeið í hláturjóga og hún spyr ertu
með, ég sló til, ætla nú bara ekki að lýsa því hvað það var gaman.
Eftir þetta fór ég stundum í kaffi í Setrið.

Setrið er geðræktarmiðstöð fyrir einstaklinga innan Þingeyjarsýslu
sem búa eða hafa búið við geðraskanir, með þeim afleiðingum að
lífsgæði þeirra hafa skerst.


Setrið er batahvetjandi stuðningsúrræði þar sem unnið er á
jafningjagrundvelli og hugmyndafræði valdeflingar er höfð að leiðarljósi
.

Á Setrinu er leitast við að viðhalda hlýju andrúmslofti og umhverfi þar sem
virðing og trúnaður ríkir.
Mun segja meira frá þessari starfsemi síðar.


Vegna áhuga míns á mannrækt af öllum toga ákvað ég að fara á
fræðsludaga sem nefnast valdefling í verki.

Fyrirlesarar á þessum fræðsludögum eru.
Auður Axelsdóttir Iðjuþjálfi og forstöðumaður Geðheilsa-eftirfylgd
heilsugæslu Höfuðborgarsvæðis,
Elín Ebba Ásmundsdóttir dósent við Háskólann á Akureyri,
Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur,
Þórey Guðmundsdóttir.
Ásamt fagfólki úr heimabyggð, sem eru.
Unnsteinn Júlíusson heilsugæslulæknir.
Þórhildur Sigurðardóttir, sérkennsluráðgjafi,
Erla Alfreðsdóttir iðjuþjálfi og forstöðumaður Setursins.
Aðalsteinn Júlíusson lögregluþjónn á Húsavík.

Fundarstjóri er Bergur Elías Ágústsson sveitarstjóri.

Þrír aðilar sögðu sögu sína, það var grátið get ég sagt ykkur,
það sem fólk þarf að ganga í gegnum er með ólíkindum,
bæði í sambandi við orsakir geðraskana afleyðingar,eftirfylgni,
barning við kerfið og batann sem er alls ekki auðveldur því
þú treystir ekki á að batinn sé kominn, enda hver veit það
og hver getur sagt með vissu hvort eða hvenær.

Við sátum þarna með kaffi og matarhléum, sem við fengum á staðnum,
frá kl 9.30 til 16.30 og  ég var ekki tilbúin að fara ég vildi vita meira ,
mig þyrsti í meiri fróðleik, fæ viðbót á morgunn en svo mun ég halda áfram
upp á eigin spýtur að fræðast um geðræktarmál, það gerir mann vitrari  um
hvernig maður á að hjálpa til við mannrækt.

                  *******************************************

                      Djúpið.

                      Ég kom til hafsins huggun til að fá
                      hlustaði á djúpsins þunga nið
                      mér fannst um stund þú stæðir mér við hlið
                      það stirndi í sálu minni mynd þína á.

                      mín fíkn var dýpsta holdsins hættu frá
                      ég hrópaði ó gef mér stundarfrið
                      það bergmálaði í bjargsins klettahlið
                      og brimsins rifnu ólgu örveikt já.

                      að baki liggur hyldjúp hulin gjá
                      hughrif okkar vafin þyrnivið
                      að morgni rís ný fegurð innan frá
                      og fangann áþekkt hafsins söngva klið.

                      oft er hafsins hættu ekki að sjá
                      -en hjartans djúp er hættulegra svið.

                                      Hörður Torfa.
                                        í september 1995
                                           af plötunni áhrif.
Góða nótt
Sleeping


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt Milla mín.  Geðrækt er góð "rækt".

Sigrún Jónsdóttir, 29.8.2008 kl. 20:51

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sigrún mín áhugi minn á mannrækt yfirleitt hvatti mig til þessa
og ég mun eigi hætta, ætla mér að stiðja við bakið á vinum mínum sem þarna eru.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.8.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert svo mikill persónuleiki Milla mín.

Góða nótt

Kristín Gunnarsdóttir, 29.8.2008 kl. 21:26

4 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Hláturjóga var reglulega stundað er ég starfaði í Smáraskóla.  Mér fannst þetta ferlega gaman en frekar asnalegt alveg í byrjun.  Hláturinn lengir lífið og hjálpar endalaust !  Góða nótt Milla.

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 29.8.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Bara yndislegt að hlægja sig brjálaðan. Góða nótt og takk fyrir fallegt ljóð og áhugaverðan pistil. kveðja

Eva Benjamínsdóttir, 29.8.2008 kl. 22:52

6 Smámynd: Brynja skordal

Trúi vel að þetta hafi verið fræðandi og senn átakanlegt að hlusta á milla mín þú ert yndisleg hafðu ljúfa helgi með þínu fólki Elskuleg góða nótt

Brynja skordal, 30.8.2008 kl. 00:25

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Milla, heldurðu að ég þekki Gunnu? hverra manna er hún ? Er Setrið í Snælandi gamla? þar lærði ég að dansa.  Kær kveðja til þín mín elskulega og GN

Ásdís Sigurðardóttir, 30.8.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Góða nótt mín kæra

Róslín A. Valdemarsdóttir, 30.8.2008 kl. 00:42

9 identicon

Bergur er fínn Hann var bæjarstjóri hér í Vestmannaeyjum og ég þekki konuna hans vel en hún er frá Seyðisfirði... Góða nótt og ljúfa helgi..

hindin (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 01:15

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk yndislegu skjóðurnar mínar.
Um persónuleikann veit ég eigi Stína mín en takk ég reyni allavega að vera góð

Já Fjóla mín hláturinn lengir lífið, ég vildi að sem flestir
mundu skilja það.

Sigga Bergur Elías var allavega frábær fundarstjórnandi því það
er eigi auðvelt að tala um þessi mál en honum fórst þetta afar vel úr hendi.Já og mér lýst vel á þennan mann.

Sömuleiðis Eva mín takk fyrir innlit, frænka mín.

Knús til þín lady Vallý

Jæja varstu stillt elskan ég hafði nú engar áhyggjur af öðru.

Sömuleiðis Brynja mín, ég er einmitt að fara aftur kl 9.

Ásdís mín hún Gunna mín er frá Flateyri, svo er hún mun yngri en ég
held að þú þekkir hana ekki. Setrið er í gamla Snælandi, held ég
leiðrétti það ef það er rangt.
hvernig gengur með Snædísi

Knús til þín Rósin mín

Hindin mín Bergur er fínn maður, knús á þig ljúfust.

Kærleik til ykkar allra inn í helgina ykkar.
Milla.guys.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.8.2008 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.