Fyrir svefninn.

Hafið þið leitt hugann að því hvað margir taka sitt eigið líf'
Ekki það nei, þá skuluð þið byrja á því.
Tuga manns féllu fyrir eigin hendi á síðasta ári og aðrir tugir
voru á barminum, en það náðist að hjálpa þeim.

Það er ekki nefnilega nóg að horfa á einhverjar tölur um þá
sem hafa tekið sitt eigið líf og segja já þetta er rosalegt,
og svo hugsar fólk ekki meir um það.
Tölurnar segja nefnilega ekki neitt.

Það verður að fara að ná utan um þessi mál.
Það vantar miklu fleiri úræði fyrir þá sem vilja fá hjálp,
fyrir þá sem labba sér inn á geðdeildir og vilja fá viðtal,
til dæmis ef það er helgi, þá er sagt þú getur komið milli
13 og 17 á mánudaginn, hvað á hinn sjúki að gera þangað til?
Kannski bara fyrirfer hann sér.

Þeir þessir háu herrar eru ekki eða vilja ekki skilja vandan,
hann byrjar nefnilega jafnvel við fæðingu fer eftir ástandi heimilis.
síðan er það leikskólinn og eineltið ef börnin eru lítil í sér þá eru
þau afar mótækileg fyrir einelti bæði frá börnum og starfsfólki.
Skólinn tekur við og hvað þá fyrir þessu litlu skinn sem hafa orðið fyrir
einelti í leikskóla þarf ekki einu sinni að nefna það.
ADHD börn verða oft fyrir einelti, börn verða fyrir ofbeldi af öllum toga
Algengt er að þessi börn enda í fíkniefnum.

Vitið þið að Geðrænar raskanir eru ekki endilega meðfæddar,
Það er nefnilega það að börn geta fengið geðraskanir að illri meðferð,
Ill meðferð er t.d. afskiptaleysi í æsku, misnotkun af öllum toga,
Endalaust einelti þar til allt þrýtur.

Hvernig væri að þjóðfélagið gerði þessa málaflokka að óskabarni sínu
þar til lag er komið á?

                Þörf fyrir jákvæðni, von og trú


Mér finnst mjög skrítið að lifa stundum ... Ég byrjaði á 9 ára aldri að
vilja deyja, og bara komin með leið á lífinu, og bara komin með leið
á lífinu og mig langaði bara að, ekkert að lifa lengur ... Alveg frá
því að ég var 9 ára var ég búin að vera að hugsa svona,
og ég held áfram að hugsa þannig af og til núna."

Raddir barna með ADHA.

                                          Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Fín færsla hjá þér um þetta erfiða málefni. Stundum finnst mér eins og enginn vilji vita af strákum eins og Himma mínum og það er endalaust sárt

Ragnheiður , 26.9.2008 kl. 21:32

2 Smámynd: Unnur R. H.

Ég byrjaði að lenda í einelti þegar ég var 8 ára..Ástæðan var sú að ég var feit og stór.  En hvað með það, ég er ennþá að lenda í aðstæðum sem ég er alveg í flækju. Takka þér

Unnur R. H., 26.9.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Unnur R. H.

Og annað, ég á barn sem er með ath bresti og mér finnst ekki tekið nógu vel á þessu í hennar skóla. Kannski er ég svona stupid, en held ekki, það þarf að taka á þessum málum. Ekki vill ég að þessi dúlla mín lendi í því sem ég og systkini hennar hafa lent í. Þú ert alveg frábær

kv ég

Unnur R. H., 26.9.2008 kl. 23:27

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Gott að koma með svona ,það þarf að vakna til umhugsunar um þessi mál,Þetta er stærra vandamál en af er látið Kveðja rugludallur en nr hvað

Ólöf Karlsdóttir, 26.9.2008 kl. 23:51

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku Milla takk fyrir pistilinn.

Ég er tó ein af teim sem hafa mikid hugsad um tessi mál enda á ég son sem hefur gengid í gegnum tennann tilfinningarskalla oftar en einu sinni.Í dag er hann heill heilsu og í gódum málum.

Mjög törf umræda og tad er mikil vinna ad hafa svona börn en sem betur fer ,er tad oft sem madur uppsker sem sáir, tad kostar...tad kostar svita og tár og oftast tyngra en tárum taki.

fadmlag á tig mín kæra

Gudrún Hauksdótttir, 27.9.2008 kl. 06:58

6 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Elsku Milla takk fyrir pistilinn.

Ég er  ein af teim sem hafa mikid hugsad um tessi mál enda á ég son sem hefur gengid í gegnum tennann tilfinningarskalla oftar en einu sinni.Í dag er hann heill heilsu og í gódum málum.

Mjög törf umræda og tad er mikil vinna ad hafa svona börn en sem betur fer ,er tad oft sem madur uppsker sem sáir, tad kostar...tad kostar svita og tár og oftast tyngra en tárum taki.

fadmlag á tig mín kæra

Gudrún Hauksdótttir, 27.9.2008 kl. 06:59

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín það hefur verið reyndin að sem minnst að þessum englum hafa yfirvöld, kennarar og bara fólk yfirleitt viljað vita af, þetta er eitthvað sem fólk fær minnimáttarkennd yfir og veit ekki hvernig það á að koma fram og ráðamenn eru ætíð að spara eða þeir halda það blessaðir aumingjarnir. Ragga mín ég hef þekkt marga Himmana þína í gegnum tíðina, í dag eru margir á góðum batavegi, en sumir ekki búnir að ná sér, en aðrir sem fengið hafa geðrænar raskanir við allt sem þeir hafa lent í eru á misjöfnu stigi.
Við vonum það besta fyrir okkur öll en fyrst og fremst fyrir þau.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2008 kl. 07:19

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vonandi hefur Dóra mín getað sofið út er nefnilega í fríi, en ekki trúlegt.
Knús knús Mamma þín besta.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2008 kl. 07:21

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Unnur þú ert ekkert stupit, eina sem þú getur gert er að berjast,
berjast fyrir rétti þins barns og það þarf skal ég segja þér.
Knús knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2008 kl. 07:23

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla mín ég legg til að þið númerið ykkur á hittingnum, Erna mín gaf mér þetta heiti, að vera no. 1 mikið öfunda ég ykkur að vera að hittast.
Knús á þig rugludallurinn minn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2008 kl. 07:27

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Æi elsku nafna mín gott að heyra að sonur þinn er búin að ná sér, en auðvitað hefur þetta kostað sitt fyrir þínar tilfinningar.
Knús knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2008 kl. 07:29

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Lady Vallý mín ég veit að þú kannast við hluta af þessum vandamálum
og lifir og vakir yfir þessu.
Knús til þín ljúfust
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.9.2008 kl. 07:31

13 identicon

Sæl Guðrún.

Mjög góð færsla. Mér finnst þeir sem eiga að sjá um þessi mál séu VEIKARI en þeir sem eru að hugsa um sjálfsvíg.

Þeir eru kjörnir til að koma skikkan á kerfið en gera alls ekki neitt.þeir eru sennilega að hugsa um það hvernig þeir geti hækkað launin sín! Þetta er ljótur blettur á þeim.

Haltu áfram að fjalla um þessi mál.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.