Fyrir svefninn.

Jæja dagurinn í dag, sko, vaknað að vanda kl 6 fór og gerði
hina hefðbundnu rútínu, reyndar elska ég þessa morgna,
lesa blöðin og borða morgunmatinn, fengum okkur í hádeginu
hálfa beyglu og heimabakað maltbrauð með þessu nýja
silkiskorna kjúklingaáleggi og allskonar grænmeti rosa gott.
LAGÐI MIG SVO Í KLUKKUTÍMA hafið þið nokkur heyrt það áður?
Nei örugglega ekki. Fengum okkur kaffi aldrei þessu vant og
með því rískökur með bláberjasultu.

Og hvað haldið þið Gísli minn fékk sér síara í kvöldmat, en ég
gljáði mér grænmeti með hreindýrabollum ekki að mér finnist síari
vondur af og frá en ég vill bara hafa mikið smjör með honum
svo ég læt hann vera svona í byrjun lífstílsbreytinga.
Nota Bene ég léttist um 500 gr. í síðustu viku og er ég mjög
ánægð með það.

                 *******************************

Í tilefni af 20 ára afmæli ADHD félagsins var haldin ráðstefna í Reykjavik
25 og 26 þessa mánaðar og þar héldu erindi sérfróðir á þessu sviði.
Ekki komst ég þótt ég gjarnan hefði viljað.
Hér birti ég smá um raddir barna með ADHD.

,,Þú segir fólki frá að þú ert með þetta og ef það veit ekki hvað þetta er
þá getur þú útskýrt það fyrir þeim. Þá sér það svona betur af hverju þú
ert svona. Og þá sér það líka betur persónuleikann þinn.
Það getur hjálpað manni mjög mikið í lífinu."

,, Það er ekki létt að eignast vin sko, ég get alveg sagt þér það.
Maður er búin að reyna það allt sjálfur."

,, Ég á mjög trausta vini sem ég get svona, ef ég er í vandræðum
þá get ég hringt í þá og talað við þá... Ég hringi stundum
bara í vini mína eða vinkonur mínar. bara að tala um bara hvernig
dagurinn var og svona. Mér finnst það mjög gott...líka bara á msn
og svona...Mér finnst bara gott að geta talað við einhvern sem
maður getur treyst á (Þögn):"

Þið vitið þetta tengist einelti.

                                  Góða nótt
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig laaangar svo að vita hvað síara er???? hef bara aldrei heyrt þetta áður. Góða nótt og gleðilega viku.Kv hindin

hindin (IP-tala skráð) 28.9.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Er síari siginn fiskur?

Vinur stráksins míns er með ADHD, frábær strákur að öllu leyti. Þeir hafa verið vinir í meira en 10 ár.

Helga Magnúsdóttir, 28.9.2008 kl. 20:58

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Góða nóttina mín elskulegust

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2008 kl. 21:16

4 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt rugludalladós nr 1Kveðja rugludalladós nr 3

Ólöf Karlsdóttir, 28.9.2008 kl. 22:06

5 Smámynd: Heidi Strand

Takk fyrir þetta Milla.
Ég var á ráðstefnunni og hún var frábær! Ég hef verið á allar samnorrænar ráðstefnur um ADHD sem haldið hafa verið frá 1990 og fannst mér þessi ráðstefnu í tilefni af 20 ára afæli samtakanna sú besta. 
Ég mun segja smá frá henni á næstunni.

Heidi Strand, 28.9.2008 kl. 22:18

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég hefði svo gjarnan vilja vera á þessari ráðstefnu en það var ekki möguleiki í þetta sinn.

Knús og góða nótt Milla mín

Huld S. Ringsted, 28.9.2008 kl. 22:22

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Milla mín og góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:03

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar.
Síari er sígin þorskur og ég fæ ætíð sjó sígin þorsk hann er bestur, við köllum hann síara hér norðan heiða Þá veistu það Hindin mín

Og Helga mín ADHD börn eru ekkert verri en hin þau eru bara ein heild með okkur, en það reynist erfitt fyrir suma að höndla annað en hið svokallaða norm.

Knús til þín Linda mín

Óla mín ég held að það verði fjör er við hittumst þú kemur að heimsækja mig næsta sumar og tekur rugludallinn no 2 með þér.

Heidi mín ég veit um alla þá vinnu sem þú hefur lagt í ADHD og gaman verður að lesa um þessa ráðstefnu hjá þér, en Erla sem er yfirmaður Setursins Hér þar sem ég er að vinna, er að leiðbeina þeim með föndrið, hún var á ráðstefnunni.

Huld mín við förum saman næst

Sigrún sömuleiðis ljúfa mín

Auður mín ert þú vakandi? eru hvolparnir að stríða þér eða er það eitthvað annað?

Kærleik í daginn ykkar

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 06:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband