Lá við að ég ældi morgunmatnum!!!

Ekki gott að æla morgunmatnum, en lá við í morgun,
hvernig er hægt að lýða svona orðaleppa og það á Alþingi?

Las í morgun orð Péturs Blöndal formann efnahags og skattanefndar
í Fréttablaðinu um félagslega aðstoð við skuldara í landinu.

Þar segir hann: ,, Alveg eins og ríkið sker upp krabbameinssjúklinga
sem hafa reykt tóbak alla ævi, mætti athuga hvort félagsleg úrræði
þurfi til að hjálpa þeim sem af eigin vangá farið illa út úr því að taka
áhættu og lent í hruni gengis og hlutabréfa
.

Þessi maður er ekki í fyrsta skipti að niðurlægja þá sem eiga í erfiðleikum,
til dæmis eins og hér um árið er hann sagði aðalvanda ellilífeyrisþega
vera þann að annað hvort drykkju þeir of mikið eða að þeir hefðu skrifað
upp á fyrir börnin sín og það fallið á þau. allt þetta er bara ólýðandi
dónaskapur og mannfyrirlitning.

Hann vogar sér að bera saman alvarlegan sjúkdóm og fjárhagserfiðleika
fólks, þó það fari oft sama, en ríkið borgar, en hver borgar þessum mönnum
laun eru það ekki við skattgreiðendur þessa lands.
þarna skaut hann langt undir beltisstað og er það hneysa fyrir hann,

Það er fullt af fólki sem fær krabbamein þó aldrei hafi reykt eða drukkið.
Og allavega fer hinn almenni borgari ekki af eigin vangá illa út úr því
að taka áhættu við nefnilega treystum því að það yrði stöðuleiki, en
það reyndist ekki vera, vextirnir hafa hækkað svo að lifibrauðinu er
kippt undan fólki.

Hann talar einnig um að það mætti jafnvel gefa fólki áfallahjálp sem
lendir í gjaldþroti.( Svo segir hann eins og hann viti eitthvað um það.)
því það geti verið mjög alvarlegt og leitt til sjálfsmorðs
.

Er hann fyrst að komast að því núna að það er víða pottur brotinn í
sálarlífi fólks, nei hann er ekki að komast að því því hann hefur engan
áhuga á að vita það, hann talar bara á stundum of mikið um það sem hann
hefur ekki kynnt sér, eða þannig virkar það á mig.

Að auki kom til greina að veita almenna fræðslu í fjármálum.

Um hvernig er samið við kröfuhafa og unnið úr slæmri stöðu eða gjaldþroti.
,, Við borgum auðvitað ekki skuldirnar fyrir fólk, þá værum við að hvetja til
ábyrgðarleysis, en við gætum reynt að milda afleyðingar áhættuhegðunar."
Segir hann.

Hann segir einnig álitamál hvort ekki megi draga til ábyrgðar þá sem
kunna að hafa hvatt fólk til áhættutöku, til dæmis með erlendri lántöku
og við íbúðarkaup.
Nefnir hann sem dæmi fasteignasala og bankastarfsmenn.

Hefur eyra ykkar nokkurn tímann numið aðra eins vitleysu?
Hvernig á að draga þetta fólk til ábyrgðar fyrir það sem yfirmenn
þeirra boða þeim að gera hverju sinni.

Það er að mínu mati gert eins lítið úr fólki sem nokkur maður kann að nefna
í þessari grein, en maður ætti kannski ekki að hlusta, en gerir það samt.

                                 Eigið góðan dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn kæra Milla.

Petur Blöndal eins klára og hann er í vidskiptum og oft ordheppinn tá er hann mjög tröngsýnn á samfelagid í heild ,ad mínu mati.

Tad kemur mér ekki á óvart allt tad sem hann lætur út úr sér fara.

Nei sko Petur hann Blöndal á ekki á pallbordid hjá mér í dag frekar en ádur.

Knús á tig inn í ljúfan dag.

Gudrún Hauksdótttir, 29.9.2008 kl. 06:57

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já nafna mín mér finnst hann ekki hafa leifi til er þjóðfélagið er í sárum að úttala sig svona.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 07:28

3 identicon

Sæl Guðrún Emilía.

Ég þakka þér fyrir að birta þessa úrdrætti úr fréttablaðinu.

ÉG VIL OG HEF Í LANGAN TÍMA VILJAÐ PÉTUR BLÖNDAL AF ALÞINGI.(svo er um fleiri)

Maðurinn á ekkert erindi þar,hann er ekki einu sinni hæfur til að skrifa 4 flokks skáldsögu, en það grátlega er það að

HANN SKULI HAFA SVONA MIKIL VÖLD Í NEFNDUM Á ALÞINGI ER STÓRSLYS AF VÖLDUM SJÁLFSTÆÐISMANNA.

RAUNVERULEIKAFIRRTIR MENN EIGA EKKI AÐ VERA ÞAR Í SÖLUM .SJÁÐU HVERNIG HANN KEMUR FRAM VIÐ LÍTILMANGANN!

OG NO.1.Á LISTA YFIR SVOLEIÐIS MENN ER PÉTUR BLÖNDAL          (mín persónulega skoðun og það í vægari lagi.).

Takk kærlega  fyrir Guðrún.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 07:30

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk fyrir þitt innslag Þórarinn, sammála erum við hann er stórslys
og vægt er til orða tekið eins og þú nefnir.

Verst er hvað maður argast upp við að lesa ummæli þessa manns, því hann er náttúrlega bara sálarlaust vélmenni.
kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 07:36

5 Smámynd: Hulla Dan

Nú á ég bara ekki til eitt einasta orð (fyrir utan þessi)

Takk fyrir þetta... Trúi bara varla að nokkur maður láti svona út úr sér.

Knús til þín

Hulla Dan, 29.9.2008 kl. 08:09

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:22

7 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Maðurinn er og hefur aldrey verið heill á geði, mér hefur aldrey líkað við hann.

Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:29

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Búkolla mín hann er ekki normal að láta svona lagað út úr sér,
Mannfyrirlitningin er á afar háu stigi þar á bæ

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 09:59

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hulla mín þetta ét hann út úr sér ásamt mörgu öðru í gegnum árin.
Er ekki að skilja af hverju hann er á þingi.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 10:02

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Stína mín rétt mælt hjá þér.

Linda mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 10:03

11 Smámynd: M

Orð jiderup hér að ofan eru einmitt þær hugsanir sem komu upp hjá mér varðandi Pétur. Rosa klár kallinn en er ekki alveg með tilfinningastöðina tengda varðandi fólk. Hugsar í formúlum og grafík

M, 29.9.2008 kl. 10:43

12 identicon

Sammála, maður hefur oft og mörgum sinnum undrað sig á ummælum Péturs Blöndal, allt sem kemur út úr honum er eins og "skrattinn úr sauðarleggnum"

Ég segi eins og Búkolla, svo kýs fólk hann og hina sjálfstæðismennina á þing. Málið er bara það og það er bara skelfilegt, að fólk er fífl, það kýs alltaf aftur sjálfstæðisflokkinn. Ég segi það ekki, það fyrirfinnst kannski margt ágætisfólk innan sjálfstæðisflokksins, en hvar er það núna?!

Vona að dagurinn þinn verði fínn og vikan líka, Milla mín, kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:42

13 identicon

Ps. Ég tek heils hugar undir með henni dóttur þinni, hvernig væri að við myndum bara rísa upp og mótmæla harðlega!!!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 11:44

14 Smámynd: Heidi Strand

Því lík smekkleysa. Hann veit ekki um hvað hann er að tala. Hann hugsar visst bara um peninga.
Að hugsa sér að svona maður skuli vera kosinn á þing.
Það er greinilegt að hann hefur ekki fengið lífshættulega sjúkdómsgreiningu.

Heidi Strand, 29.9.2008 kl. 12:42

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

 Stelpur mínar frá mínu sjónarhorni séð , mun ég aldrei kjósa XD aftur
því það er það eina sem við getur gert til að mótmæla, hann er ekki sá eini sem ekki kann mannasiði svo vægt sé til orða tekið.

Málið er að allt það góða fólk sem er innan sjálfstæðisflokksins þorir ekki að segja orð, en það eru margir heiðarlegir og mannlegir þar í hóp og skora ég á þá að fara annað, en við fáum víst aldrei það sem við viljum.
Knús til ykkar elskurnar, er að fara niður í Setur aðeins að vinna smá.
Kem heim um 4 leitið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 12:44

16 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Kannski átti Pétur Blöndal hlutabréf í Glitni og kannski er ríkið (það erum við), búið að bjarga honum frá gjaldþroti.  Hvernig ætli hans viðbrögð verði við því?  Skömm og lítillæti.  Varla.

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 12:54

17 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Pétur Blöndal er vélmenni og möppudýr. Dæmi um úreltan hugsanagang.....

....þetta blessaða fólk er ekki í neinum tengslum við raunveruleikann...

Haraldur Davíðsson, 29.9.2008 kl. 13:02

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gæti  verið Sigrún mín en hann hefði svo sem gott af því að missa allt ekki mundi það hryggja mig.

Haraldur minn sammála þér hann er talandi dæmi af sálarlausu möppudýri, er í vinnunni heyri í ykkur í kvöld. knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 13:37

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Það koma ótrúlegustu hlutir upp úr Pétri.  Möppudýrin eru of mörg, mætti alvega búa til möppudýragarð og senda þau öll þangað one way.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 13:41

20 identicon

Ég get nú reyndar ekki annað en verið sammála manninum í því að það er fólkinu sjálfu að kenna að það eigi í fjármálaerfiðleikum.

En þetta með ellilífeyrisþegana er út í hróa hött.  Það sem að er að þeim er að þeir geta ekki unnið því þá fá þeir ekki ellílífeyrinn sinn og það tekur því varla að fara að vinna því áviningurinn verður nánast enginn og fólkið hefur bara einfaldlega lítið annað að gera en að drekka.

En þegar fólk skuldsetur sig það mikið að það rétt ráði við hlutina þá getur það engum kennt um nema sjálfum sér.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:43

21 identicon

Þetta kalla ég nú að leggja saman tvo og tvo og fá út 55.

Burt séð frá því hvaða skoðun menn hafa á Pétri þá er hann svoleiðis algerlega samkvæmur sjálfum sér og hefur alltaf verið.  Það er mín skoðun að við verðum að hafa svoleiðis raddir til að hlusta á og láta okkur í té gagnrýni á ríkjandi hugsunarhátt - þó ekki væri nema til þess. 

Pétur hefur alltaf verið á móti afskiptum ríkisins og spyr hér hvort það sé réttlætanlegt að ríkið, við hin, séum látin bera hallann af því að náunginn kunni ekki fótum sínum forráð.  Og í því tilfelli sem þú nefnir hvort það sé réttlætanlegt að fólk sem er bullandi sekt af einni af erfðasyndinni, nefnilega græðgi, eigi eitthvað uppá dekk með vandræði sín.  Spyr svo hvort beita megi sömu mannúð hér og í því tilfelli þegar upplýst fólk eyðileggur heilsu sína með reykingum.

Sé ekki hvernig hægt er að viðhafa svona orð um blessaðan manninn fyrir að viðra skoðanir sínar.  Menn geta verið ósammála en það er þá ekki sjálfgefið að andstæðingurinn sé geðveikur.

Grétar (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 14:45

22 identicon

Ég er sammála því að Pétur hefur alltaf verið samkvæmur sjálfum sér, það er meira en flestir aðrir stjórnmálamenn geta sagt.

En mig hefur alltaf langað að bjóða honum í kaffi og rökræður um málefni öryrkja, lífeyrisþega og annara sem minna mega sín, mikið djöf.... væri það nú gaman, held bara að kallinn sé svo fáfróður í þessum málum,  Pétur ef þú lest þetta, endilega kíktu í kaffi.

(IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:06

23 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Heidi mín þó að hann fengi slæman sjúkdóm þá mundi hann ekki skilja þetta. Já hann hugsar víst bara um peninga, ég er næstum alveg viss um að hann gefur aldrei í safnanir handa bágstöddum, því það er þeim að kenna sjálfum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 17:37

24 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það gæti verið afar spennandi, "möppudýragarð" sæi það í anda, möppudýr af öllum stærðum og gerðum í jakkafötunum með slifsi.
Góð tillaga hjá þér Ásdís mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 17:40

25 identicon

Kannski Pétur sé glitnis maður, og sé búin að tapa hírunni..

Skildi þó aldrei vera..

Sigga Svavars (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:41

26 identicon

Pétur ... ásamt mörgum öðrumm ... er ekki að gera góða hluti í mínum augum. Orðin sem koma stundum út úr manninum eru svo umhugsunarlaus, að það væri fróðlegt að sjá hvort hann myndi segja sama hlutinn - ef hann fengist til að tala hægar og ígrunda betur.

Annars hef ég lítið álit á þessum manni. Mun ekki bjóða honum í kaffi til mín!

En við kannski fáum okkur kaffi einhvern tíma, Milla... hmm?

Knús og kveðjur á þig

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 17:47

27 Smámynd: Héðinn Björnsson

Reyndu nú að lesa það sem þú skrifar sjálf. Pétur er að benda á að ríkið taki stundum á málum sem fólk lendir í líka þegar að hegðun þegar um sjálfskaparvíti er að ræða og því megi hugsa sér að einnig sé kannski vert aðhuga að því aðstoða fólk sem hefur farið sérstaklega illa út úr lánaæðinu sem gekk um landið í byrjun þessa áratugar.  Það þarf sérstakt ímyndunarafl til að skilja þetta sem svo að hann hafi verið að segja að allir þeir sem fá krabbamein geti sjálfum sér um kennt. Manni getur svo fundist fordæmið sem hann finnur langsótt en það er samt óþarfa viðkvæmni að taka því sem árás á krabbameinssjúklinga.

Héðinn Björnsson, 29.9.2008 kl. 17:48

28 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er náttúrlega ekki fólkinu að kenna að vextirnir hafa hækkað upp úr öllu valdi, og taka lifibrauðið af fólki, eða villtu meina að fólk eigi aldrei að kaupa sér neitt af ótta við að kreppan skelli á?
En rétt er það Ef það skuldsetur sig upp í topp og er ætíð að velta eyðslunni á undan sér, þá er það ekki gott.
Annars  var ég nú að tala um hvernig hann talar á niðrandi hátt um þá sem lend í erfiðleikum bæði veikindalega eða fjárhagslega.
Takk fyrir þitt innlit Arnar geir.

Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 17:54

29 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Grétar ég er nú betri í starfræði en þú því ég fæ 4 út úr þessu dæmi þínu.
Já hárrétt hjá þér samkvæmur sjálfum sér er hann, svona er hann .
Ertu þú ekki að djóka? held það, viltu meina að við séum svo vitlaus að við þurfum svona sjálfum sér samkvæman mann til að minna okkur á?

Svo getur það vel verið að fjöldi fólks sé gráðugt en megin þorri okkar á varla til hnífs og skeiðar og getur eigi verið gráðugt.
Takk fyrir þitt innlegg Grétar
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 18:23

30 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott innlegg hjá þér Sigurlaug og takk fyrir það
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 18:25

31 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nei ég mundi heldur ekki bjóða honum í kaffi, við verðum að hittast fyrir jól í kaffi þá tekur þú Veigu með.
Knús til ykkar allra Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 18:28

32 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Héðinn þú hefur þína skoðun og ég mína, tel að þú ættir sjálfur að huga að því sem þú kommentar, ég er ekki með neina viðkvæmni,
tel bara svona orðalag afar ósmekklegt, eins og ég tel þennan mann vera.
Takk fyrir þitt innlit
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 18:33

33 Smámynd: Vilborg Auðuns

Pétur greyið, hann ætti að prófa að lifa á þeim launum sem við öryrkjar þurfum að lifa af.......... þá held ég að annað hljóð myndi koma í skrokkinn á honum.

Takk fyrir að vekja athygli á þessu Milla mín.

Kærleikskveðjur Vibba

Vilborg Auðuns, 29.9.2008 kl. 18:36

34 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl og takk fyrir að vilja vera bloggvinkona mín.

Takk fyrir kvittið líka.

Jú ég bý á Spáni, og ég fæ hundinn á föstudaginn.

Hann er sko flottur, mun taka sig vel út á verði í garðinum.

Ég mun setja inn fleiri myndir þegar ég fæ hann.

Knús kveðja gleymmerei

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:20

35 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þessi maður er ekkert nema hrokinn og yfirlætið. Man eftir því þegar hann ætlaði að kenna okkur að ala upp börnin okkar svo þau yrðu fjárhagslega ábyrg. Hann er bara skandall þessi kall.

Helga Magnúsdóttir, 29.9.2008 kl. 19:31

36 Smámynd: egvania

Elsku Milla mín þú veist að hann er ein stór ómerkileg ÆLA.

Ég er svo fjúkandi vond núna hvers vegna kemur í ljós á blogginu mínu.

Einhverntímann

egvania, 29.9.2008 kl. 19:39

37 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já hann ætti að reyna það knús til þín Vilborg mín

Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 19:53

38 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já endilega settu inn myndir er þú færð hundin er hann búin að vera í sótthví?
Knús knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 19:54

39 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér Helga mín við viljum ekki láta tala við okkur af vanvirðingu.
Knús knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 19:55

40 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásgerður mín ekki vera vond bara að losa sig við reiðina þú getur gert það í skilaboðum.
Knús knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 19:57

41 Smámynd: Marta smarta

Pétur Blöndal, puff, puff, sá maður ætti bara að loka á sér þverrifunni, sitja heima hjá sér og skammast sín, þannig gerði hann þjóðinni stóran greiða.

Marta smarta, 29.9.2008 kl. 20:02

42 identicon

Undirstrikaða tilvitnunin þín í Pétur í greininni er um fólk sem hefur af græðgi tekið stórar áhættur í fjármálum og tapað.  Hugleiðing um hvort við hin eigum að koma að því að hjálpa þessu fólki, með sama hætti og við gerum ekki greinarmun á sjúklingum samfélagsins hvort þeir eigi þátt í eigin heilsubresti eða ekki.  Mér finnst engin geðveiki vera í þessari skoðun fólgin.

Og já mér finnst frábært að það skuli vera til menn eins og Pétur Blöndal og Ögmundur Jónasson sem hafa öðruvísi skoðanir en kannski velflestir og standa fast á þeim.  Það er ekkert hættulegar samfélaginu en "political correctness"!  og hananú!

Grétar (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 20:21

43 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Mér hefur alldrey líkað við þennan mann ,hann talar bara niður til fólks ,Og ef við borgum honum ekki laun hvað gerir hann þá ,þessi herra

Ólöf Karlsdóttir, 29.9.2008 kl. 20:25

44 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Marta mín svo hjartanlega sammála þér.
Knús til þín ljúfust
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 20:33

45 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Grétar þú getur haft allar skoðanir í fryði fyrir mér, en ég vill hafa mínar.
Pétur er sá mesti dóni í orðum sem ég hef heyrt í að tala til okkar þegna þessa lands. Mín skoðun.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 20:36

46 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Óla hann treður sér líklegast í einhvern sparisjóðinn eða lífeyrissjóð,
Hann er hvort sem er að vasast í þeim.
Hann eins og svo margir aðrir best geymdir í kjallaranum.
Annars var Ásdís mín að leggja til að útbúin yrði möppudýragarður
þeir væru best geymdir þarKnúsý knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.9.2008 kl. 20:39

47 identicon

Skyldi Pétur Blöndal þingmaður eiga sér fyrirmynd,sem heitir Davíð Oddson?

Númi (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:55

48 Smámynd: Halla Rut

Úff.

Halla Rut , 29.9.2008 kl. 23:29

49 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já halla Rut Úff. og takk fyrir öll innlitin kæru bloggarar.
Kveðja til ykkar allra
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 08:06

50 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hversu lengu getum við haft 15% verðbólgu og borgað af verðtryggðum húsnæðislánum? Ef þetta heldur lengi áfram, þá held ég að bankarnir eigi eftir að eignast ansi margar íbúðir.... :(

Jón Ragnarsson, 30.9.2008 kl. 10:10

51 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er ljóst Jón að þeir munu gera það.
Kveðja Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 10:33

52 identicon

Gott hjá þér að minnast á þetta..Ég sit hér í útlöndum og fylgist með hryllingi á hvað er að gerast á klakanum..Pétur Blöndal er kannski ágætis maður í peninga málum það kann hann vel enda heppnin verið honum hliðholl..En vegna ummæla sinna í þessari grein er tími til komin að honum verði ekki fyrirgefið skrúðmælgin og krafist afsagnar hanns og honum hennt út í kuldann...Maðurinn er ekkert annað en fáviti, nískupúki og haldin mannvonsku "getur endrum og eins bullað skemmtilega"...Og ætti að taka til í sínum eigin privat garði það er nokk sem hefur aldrei komist í hámæli, því miður fyrir hliðholla sjálfstæðismenn...sem vonandi fara að hugsa sig um og strika hann út af lista.....Tími til að hann fari að fara á eftirlaun og njóta sinna peninga ef hann þá tímir því

Hulda (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 11:44

53 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það á ekki að hlust á Pétur Blöndal né nokkra aðra sem höfðu ekki skarpskyggni til að sjá hrunið mikla (sem er rétt að byrja) fyrir.

Var að blása út um þetta á mínu bloggi,http://killjoker.blog.is/blog/georg_petur/entry/656697/, þessi della að tala alltaf við sömu sauðina og sváfu fram á síðasta dag, sáu ekki augljós hættumerkin og að óhjákvæmiulegt væri að blaðran springi með látum og fá álit þeirra, það er fullt af fólki sem var búið að vara við þessu lengi, er það spurt álits um framhaldið? o nei.

Georg P Sveinbjörnsson, 30.9.2008 kl. 14:35

54 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Svo sammála þér, takk fyrir góð skrif.

Rut Sumarliðadóttir, 30.9.2008 kl. 15:42

55 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hulda hann tímir örugglega ekki að eyða peningunum sínum í skemmtilegheit, efast um að hann kunni það.
Kveðja á þig í útlandinu.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 18:29

56 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Við skulum nú sjá til hvað kemur í ljós Georg ætli þetta sé ekki margra mánaða plott  samanvöldum mönnum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 18:31

57 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk sömuleiðis fyrir innlitið Rut mín, verðum bara að geyma allt vel í minninu okkar. Er ekki mamma þín komin heim hress og kát?
Kveðjur til þín og þinna
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 18:33

58 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk, hún er öll að koma til en verðu amk. vikur ef ekki mánuði á spítalanum.

Rut Sumarliðadóttir, 30.9.2008 kl. 19:26

59 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er gott að hún hvílist þar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.9.2008 kl. 20:19

60 identicon

Hvar í grænglóandi ósköpunum er hroka og mannfyrirlitningu að finna í þessum orðum Péturs?

Það er staðreynd að margir fá krabbamein vegna reykinga. Það er staðreynd að margir lenda í fjárhagserfiðleikum vegna gáleysis og áhættuhegðunar í peningamálum. Að benda á það er EKKI að segja að krabbamein eða fjárhagserfiðleikar séu ALLTAF sjálfskaparvíti.

"Er hann fyrst að komast að því núna að það er víða pottur brotinn í sálarlífi fólks, nei hann er ekki að komast að því því hann hefur engan áhuga á að vita það"

Hvað veist þú um hvort hann hefur áhuga á að vita það? Þetta eru ekkert nema fordómar í þér. Hann hefur GREINILEGA áhuga á því fyrst hann er að leggja til að fólk fái áfallahjálp. Hvað nákvæmlega finnst þér að því??

Og hvað er slæmt við að auka almenna fræðslu í fjármálum?

Sigurjón (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:03

61 Smámynd: Himmalingur

Það þarf nú að fara að skera í kúpuna á Pétri Blöndal og athuga hvort eitthvað er þar! Vitað er að karlinn er hjartlaus, svo hver veit?!

Himmalingur, 30.9.2008 kl. 22:08

62 Smámynd: halkatla

Ég segi bara flottur pistill hjá þér - enda er ekki frekari orðum eyðandi í viðfangsefni hans

halkatla, 1.10.2008 kl. 12:43

63 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hilmar það er bara góð tillaga.
Kveðja Milla.

Takk fyrir þitt innlit Anna karen
Kveðja Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.10.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.