Morgunhugleiðingar.

Björguðu sama manninum tvisvar. blessaður maðurinn ætlaði
sér á áfangastað.
Ljóst er að ekkert stoppar þá sem ætla sér eitthvað nema að
láta þá borga vel fyrir brúsann.
Ég hef nú bloggað um svona atvik áður og þekki til margra
óþarfa tilvika þar sem björgunarsveitir hafa verið eða eru
að störfum og þurfa að sinna svona hugsunarlausum
mönnum.
Mér finnst bara algjört virðingaleysi ríkja í garð okkar frábæru
stráka sem fara út í hvaða veður sem er til að bjarga fólki,
er einhverjir gera það bara að því að þeir halda að það gangi upp.

                           ************************

Ég las: "Skjálfti skekur BRETA"
Ég taldi kannski, af hræðslu við að missa peninga sem þeir hefðu
tapað, en nei það var þá jarðskjálfti, og við vitum vel að það er
ekki þægileg tilfinning.
Svo við sendum ljós og góðar bænir til þeirra sem upplifðu þetta.

                           ************************

Jöklar landsins rýrna, en undir niðri kraumar í pottum eldstöfðum
þessa lands.
Hætta er á gosi í Heklu, en hvort það er í ár eða eftir mörg vita þeir
eigi sem vit hafa á.
Upptyppingar láta ófriðlega ofar í jarðskorpunni en áður.
Eigi er það nú fallegt að heyra því þar mundi nú ýmislegt getað gerst
ef af yrði gosi.
Held bara að landið hið fagra sem við búum, sé að gera uppreisn,
mótmæla ollu því sem er að gerast ekki bara núna heldur allar
götur aftur í tímann og er ég nú ekki hissa á því.

                    ******************************

En vitið þið að yndislegasta frétt sem ég hef lesið lengi er að
sjálfsögðu fréttin um hundinn Leo sem vék eigi frá nýfæddum kettlingum
fjórum, fyrr heldur en slökkviliðsmennirnir komu til bjargar.
Ef þessi gjörningur leos er ekki að sýna manninum að við eigum að standa
saman og vera góð við hvort annað, þá veit ég eig hvað.

                   *******************************

 

Og viti menn maður vaknar bara endurnærður eftir góðan nætursvefn.
gerir sínar teigur og biður um góðan dag í dag.
Vona að allir eigi góðan dag í dag og alla daga.
Milla
.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Daginn,fréttin um hudndinn gladdi. Gott að lesa eitthvað svona fallegt. Auðvitað eigum við að vera góð við hvort annað helst alltaf. Því miður gleymi ég því stundum..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hæ. Fréttin um hundinn er alveg yndisleg.  Hér er sól og blíða en það var bakverkur sem hrakti mig framúr í morgun, skil að mér sé farið að versna svona aftur, hef verið að reyna að ýta þessu frá mér síðustu vikur en verð nú að drífa í því að heyra í Aron, þetta er ekki skemmtilegt.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 09:40

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Er það nú satt Langbrókin mín, tel það eigi vera svo.
Knús Milla.

Ásdís mín slæmt að heyra með verkina, eig gott, en vonandi er hægt að laga það.

Hann er að garrast upp hér hjá okkur, er að fara í þjálfun í dag og kvíðir bara fyrir.
Knús til þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: M

M, 27.10.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Dísa Dóra

Já hvuttinn greinilega hefur náungakærleikann á hreinu. 

Skemmtilega upp sett fréttayfirlit hjá þér skvís.

Knús inn í daginn

Dísa Dóra, 27.10.2008 kl. 10:14

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Góðar kveðjur til þín

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 10:15

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Stórt faðmlag Milla mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.10.2008 kl. 11:52

8 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Það er allt flott sett upp hjá þér rugludósin mínOg sjá hvað hundurinn sleikti ketlingana hann var svo ánægðurGeiri sonur minn kom heim með vængbrotin andarunga og við áttum puðlu hund og hún heimtaði að fá hann á spena fékk ekki og var voða sár Hún var svo mikil mammaRugludósin í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 12:01

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús Emmið mitt

Takk Dísa Dóra mín já náungakærleikurinn er ætíð bestur

Knús til baka Hólmdís mín

Auður mín knús til þín og þinna

Knús katla mín

USS skammi að meina puðlinum að taka andarungann að sér.
knús Milla Ruglan á Húsavík

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2008 kl. 12:48

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Bestu kveðjur til Húsavíkur

Sigrún Jónsdóttir, 27.10.2008 kl. 14:07

11 identicon

Yndislegan dag á þig sömuleiðis!!!

Ása (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 14:56

12 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Innlitskvitt til tín Milla mín og megir tú eiga gódann dag.

Ætla drífa mig í vinnuna.

Gudrún Hauksdótttir, 27.10.2008 kl. 15:06

13 Smámynd: Erna

Kvitt líka Milla mín, hafðu það sem allra best vinkona

Erna, 27.10.2008 kl. 18:18

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk yndin mín fyrir góðar kveðjur.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.10.2008 kl. 19:26

15 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta verður góður en laaaaangur dagur, vaknaði fyrir allar aldir þrátt fyrir að hafa ekki verið komin heim fyrr en að verða eitt í nótt og það sama blasir við núna. Eins gott að mér líkar vinnan mín vel. Eigðu yndislegan dag.

Helga Magnúsdóttir, 27.10.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband