Fyrir svefninn.

Jæja lokksins kemst maður í smá tölvustund, það er nefnilega
svoleiðis hjá mér að ég bara slappa afar vel af er ég sest niður
og tala við ykkur kæru bloggvinir.
Maður er náttúrlega orðin mjög háður þessu og ekki veit ég
hvernig maður færi að ef hún bilaði þessi elska, það er sem betur
fer eigi langt í þá næstu.

Ég fór í þjálfun kl 14.00 er ég kom heim tóku englarnir mínir bæði
stofu og eldhúsgluggana í gegn, þrifu rimlana og allt heila klabbið.
þeim fannst nú ekkert voða spenandi að þrífa gamla hillu sem ég
er með fyrir ofan eldhúsgluggann hjá mér.
þessi hilla er svona útskorin og með sveitabæ í miðjunni, flest öll
heimili áttu svona hillu hér áður og fyrr.
Á þessari hillu hef ég blikkdósir sem ég hef safnað, náttúrlega safna
þær á sig ryki og fitu svo ekki er svo mjög geðslegt að þrífa þetta, en
ég vorkenni þeim ekki neitt.
Jæja þetta kláraðist nú allt og er þetta þá bara búið fyrir jólin.
Engar gardínur er ég með fyrir þessum gluggum, bara hvíta rimla.

Fórum svo í búðina þær mæðgur voru að versla, eru að fara heim á morgun.

Ég spurði þær hvað þær vildu borða, jú fljótar voru þær að svara,

pastarétt í rjómasósu með miklu grænmeti í, en svo merkilegt þær borða bara
spergilkálið og gulræturnar en vilja einnig hafa sveppi og blómkál og af
hverju? jú það kemur svo gott bragð afgrænmetinuWoundering
svo vilja þær brauð með. Lét þetta eftir þeim og freistaðist að sjálfsögðu.

Þær fóru svo til Millu frænku og Ingimars
það þarf nú að leka smá við ljósálfinn og litla ljósið. 

                   
                     Úr lindunum djúpu leitar
                     ást guðs til þín
                     yfir öll höf.
                     Hún ferjar þig yfir fljótið
                     og færir þér lífið að gjöf.
                     Og söngnum sem eyrað ei nemur
                     þér andar í brjóst.
                     Dreymi þig rótt,
                     liljan mín hvíta
                     sem opnast á ný í nótt.

                                         Gunnar Dal.

 Góða nóttHeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góða nótt

Hólmdís Hjartardóttir, 27.10.2008 kl. 21:36

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góða nótt og takk fyrir fallegt ljóð.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.10.2008 kl. 21:45

3 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Góða nótt Milla mín rugla á Húsavík Kærleikskveðja og knús rugludósin í fjöleignarblokkinni í vesturbænum

Ólöf Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 21:49

4 Smámynd: Erna

Góða nótt Milla mín  Mikið er þetta fallegt ljóð eftir hann Gunnar Dal.

Erna, 27.10.2008 kl. 22:08

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Góða nótt og takk fyrir að vera til.  

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 27.10.2008 kl. 22:30

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt

Sigrún Jónsdóttir, 28.10.2008 kl. 00:00

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn Milla mín.

Tad er ekki sídra ad lesa blogid titt yfir kaffibollanum ad morgni en ad kvöldi.

Eigdu gódann dag vinkona.

Gudrún Hauksdótttir, 28.10.2008 kl. 06:48

8 Smámynd: Líney

knús í morgunsárið

Líney, 28.10.2008 kl. 09:01

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn skjóðurnar mínar, eru ekki allstaðar falleg ljós í dag.
Jú og þar sem eitthvað vantar upp á það þá bara biðjið þið um ljós og fáið það. Takk fyrir hlýjar kveðjur
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.10.2008 kl. 09:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.