Hótun undir rós.

Árni Sigfússon

Árni Sigfússon

Góðan daginn gott fólk.
Ég mátti til að blogga aðeins um þetta mál, Af hverju?
Jú þetta eru svo flottir strákar þeir Árni og Kristján og
er ég ekki að grínast með það
.

Hafa ekki tíma fyrir truflun.

„Við erum bara mjög einörð í því að vinna okkar vinnu, skoða kosti og galla íslands í alþjóðasamstarfi. Við látum ekkert trufla okkur í þeirri vinnu, enda höfum við eiginlega ekki tíma til þess að láta trufla okkur," segir Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ, sem ásamt Kristjáni Þór Júlíussyni þingmanni leiðir Evrópuumræðu Sjálfstæðisflokksins fram að landsfundi í janúar.

Góður, auðvitað hafa þeir ekki tíma, Landsfundur í janúar
og ef það á að vera hægt að trufla þá er hann er búin
þá verða þeir að vinna vinnuna sína núna.


Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar sagði í útvarpsviðtali á Rás 1 í morgun að stjórnarsamstarfinu yrði slitið eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins, ef stjórnarflokkarnir hefðu þá enn tvær mismunandi stefnur í peningamálum og horfðu með gersamlega ólíkum hætti á verkefnin. „Þá held ég að það hljóti að liggja þannig," sagði Ingibjörg.

Aðspurður segir Árni Ingibjörgu velkomið að ganga í Sjálfstæðisflokkinn ef hún vill hafa áhrif á umræðuna innan hans. „Annars er öllum velkomið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ingibjörg Sólrún er þar ekki undanskilin," segir Árni.

Gott svar hjá Árna, en hann er vonandi ekki að meina það
að hann bjóði hana velkomna í flokkinn.
Ég ligg eigi á því að þessa konu hef ég aldrei þolað í
stjórnmálunum, en það er nú bara mín skoðun.

Einn flokkur segi öðrum ekki fyrir verkum

Kristján Þór Júlíusson.

Kristján Þór Júlíusson.

Kristján Þór Júlíusson fékk þá spurningu hvort sú vitneskja, að það slitni upp úr stjórnarsamstarfinu ef niðurstaðan verður ekki á einn veg, hafi ekki áhrif á niðurstöðu flokksmanna. „Ég held að þetta eigi ekkert að rugla Sjálfstæðismenn í þeirri vinnu sem er fyrir hendi," segir Kristján Þór. „Sem stuðningsmaður þessarar ríkisstjórnar bendi ég bara á það, að í gildi er samstarfssáttmáli á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Honum hefur ekki verið breytt. Ef það á að ræða breytingar á honum þá verður að gefa hvorum flokki um sig rými til þess og tækifæri til þess að endurmeta afstöðu sína til ákveðinna þátta, ef þær kröfur eru uppi hjá öðrum hvorum stjórnarflokknum."

Þetta er alveg rétt hjá  Kristjáni, en afar auðvelt er að slíta stjórn.

Hann segir að myndun nýs stjórnarsáttmála geti ekki gengið með þeim hætti að annar flokkurinn segi hinum fyrir verkum. „Ég ætla ekki Samfylkingunni að gera það, fremur en að Sjálfstæðisflokkurinn segi henni fyrir verkum í því hvernig hún tæklar sína pólitík.

Segir hver hverjum fyrir verkum er það einhver spurning
Ingibjörg Sólrún segir fyrir verkum, og það stórt.

Hef nú bara gaman að þessu því ég hefði sagt það sama
ef aðrir flokkar hefðu viðhaft svona hótanir undir rós.

Í dag er mér ekki lífsins ómögulegt að vita hverja ég mundi kjósa.
Mundi vilja kjósa þá menn/konur sem ég mundi treysta til að
snúa ósómanum við af heiðarleika og virðingu við okkur
kjósendur.


mbl.is Hafa ekki tíma fyrir truflun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Góðan daginn Milla mín, ég segi eins og þú ég myndi vilja kjósa persónur ekki flokka

Hafðu góðan dag mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 14.12.2008 kl. 09:32

2 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Sæl,Sammála ofanrituðum, ég vil kjósa fólk ekki flokka.

En þér til mikilla vonbrigða þá upplýsist það, að ég kýs Framsókn.

Kv Brynja

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 14.12.2008 kl. 09:39

3 Smámynd: Ásgerður

Mikið er ég nú sammála ykkur báðum,,,persónur ekki flokka.

Knús á þig frænka

Ásgerður , 14.12.2008 kl. 09:42

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já stelpur fólk en ekki flokka og Gleymmerei mín það er líka gott fólk í Framsókn.
Knús til ykkar inn í góðan sunnudag.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 10:05

5 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Held að flestir vilji kjósa menn en ekki flokka en þá er það spurningin hvaða menn?  Þeir sem ég mundi trúa fyrir þjóðarsálinni eru ekki tilkippilegir, því miður. 

Njóttu sunnudagsins.

Ía Jóhannsdóttir, 14.12.2008 kl. 12:28

6 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfan sunnudag Elskuleg

Brynja skordal, 14.12.2008 kl. 12:34

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 Góð samantekt á þessu Milla mín, en ég á eitthvað svo erftitt með að sjá hvernig við ætlum að kjósa bara fólk, ekki flokka, sé það ekki ganga alveg upp. En vonandi kemur saman góð stjórn á nýju ári. 

Ásdís Sigurðardóttir, 14.12.2008 kl. 13:06

8 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Láta bara kjósa strax og láta svo VG og Samfylkingu taka við þessu. Ég held að það væri langbesta úrræðið.

Helga Magnúsdóttir, 14.12.2008 kl. 16:01

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað gengur það ekki upp Ásdís enda eru þetta bara draumórar hjá mér.

Ía mín þeir bestu eru örugglega ekki tilbúnir til að taka að sér þennan sora.

Samfylkinguna mundi ég aldrei kjósa með þessu fólki í forustu.
Helga mín svoleiðis er nú það.

Knús til þín Brynja mín.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.12.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband