Smá morgunblogg.

Góðan daginn, er eiginlega nýkomin á fætur meira ástandið á manni
sit hér með litinn í hausnum sem Dóra mín var að maka í mig, er
Milla klippti mig í gær, búin að lita augabrúnir svo eftir þetta ætti
ég að verða sæt og fín, sko ekki að ég hafi ekki verið það fyrir.
En ef við hælum okkur ekki sjálf gerir engin það.

Er að hugsa um að fara ekkert út úr húsi í dag, Dóra og Gísli fara
í búð á eftir, svo höfum við bara vatn og brauð eins og ég sagði í
gær, það er að segja ef ég ræð eitthvað við þetta fólk mitt.

Það er enn þá gott veður hér er verið að moka eins miklum snjó í
burtu og þeir komast yfir því það verður asahláka seinnipartinn,
síðan bara sól og hiti á morgun.

Mig minnir að í fyrra hafi verið svipað ástand óveður ofan á óveður
og strákarnir okkar í björgunarsveitunum voru að fram á aðfangadag
að bjarga hinum ýmsu málum og en eru þeir að.

Eigið góðan dag í dag

Milla.Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús í hús og ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 22.12.2008 kl. 12:46

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sko mín að gera sig fína... Nú er ég komin í suðalitina..sjálfa  náttúrulitina og er mjög ánægð.  Þarf ekki að lita mig meira nema augabrúnir og augnhár.. Ég var að setja inn smá uppgjör og jólakveðju á síðuna mína.  Eigðu daginn ljúfan og haltu þig innandyra eins og ég.. Það snjóar úti eins og er, ég nenni ekki út.. Það er svo fallegt að horfa á mugguna..knús í bæinn þinn.

Sigríður B Svavarsdóttir, 22.12.2008 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband