Fyrir svefninn.

Góða kvöldið kæru vinir, eigi hef ég nú ritað stórt yfir þessa yndislegu
daga sem liðnir eru, hef bara verið á hækjunni og haft það bara gott
á henni milli þess sem í rúminu hef hvílt, borðað, lesið, spjallað og hvað
annað sem í hugann hefur komið.
Já vitið þið að það er bara býsna sem í hugann leitar er maður liggur og
hlustar á góða músík, þá reikar hugurinn og ýmislegt kemur upp sem
gott og holt er að muna.

Eins og til dæmis þótt ég sé með einhverja verki þá er margur annar sem
hefur það ver en ég, einnig má ég þakka fyrir að ég sé ekki námsmaður
erlendis eða öryrki, betra að vera bara öryrki á voru Fróni.
Afar þakklát er ég fyrir fjölskyldu mína sem er það besta sem ég á og get
aldrei þakkað þeim allt sem þau hafa fyrir mig gert ég elska þau meira en
allt annað.InLove
Verð svo að tala um hina yndislegu vini sem eru út um allt.
Þeir eru bara ómetanlegir, styðja mann í öllu sem kemur upp á hjá manni.

Verið góð við hvort annar og sýnið hvort öðru virðingu.

                           Veiztu?

                  Þú sagðist elska sæinn.
                  Eg sat við hann um daginn.
                  Og síðan hef ég unað oft
                  og unað heitt við sæinn.
                  Hann seiðir mig við síðkveld
                  í saknaðardrauma.
                  Hann vaggar þreyttum vonum
                  á bylgjum blárra strauma.

                  En veiztu, hvaða vonum
                  hann vaggar, þegar kveldar?
                  Og veiztu, að bak við djúp og draum
                  brenna ungir eldar?
                  Þú segist elska sæinn.
                  ---Eg sit við hann og þrái.
                  Veiztu að ég vildi
                  vera særinn blái?

                               Magnús Ásgeirsson.

Góða nóttHeartSleepingHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 29.12.2008 kl. 21:43

2 Smámynd: Erna

Já Milla mín hugsum til vina okkar þeir eru dýrmætir. Vona Elsku Milla mín að heilsan þín fari að lagast. Þakka þér símtalið í dag, það vakti mig til umhugsunar. Guð gefi þér góða nótt og heyrumst fljótlega

Læt hér fljóta með  texta úr minnisbókinni sem hún Dóra mín gaf mér.

Heimurinn er svo stór og við svo smá,

en samtengd í vináttunni erum við risar.

Erna, 29.12.2008 kl. 21:49

3 identicon

Góða nótt, Milla mín!

Takk fyrir að vera þú!

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Brynja Dögg Ívarsdóttir

Hafðu það gott, gott að eiga góða vini.

Kærleikur til þín,

Kv Brynja og Emma.

Brynja Dögg Ívarsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:05

5 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Sigríður B Svavarsdóttir, 29.12.2008 kl. 22:31

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Góða nótt ljúfa kona

Sigrún Jónsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:30

7 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Gódann daginn kæra Milla .Vona ad heilsan tín fari ad lagast og vinirnir teir eru manni bara allt í lífinu.Án teirra erum vid frekar fátæk.

Hjartanskvedja frá Jyderup

Gudrún Hauksdótttir, 30.12.2008 kl. 06:26

8 identicon

Hafðu það gott Milla mín og gleðilegt ár

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 30.12.2008 kl. 11:11

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn elsku stelpur mínar, já vonandi er heilsan að koma allavega get ég verið lengur á fótum, þó enn þá sé á hækjunni.

Tek undir þetta hjá Ernu minni.

Heimurinn er svo stór og við svo smá.
En samtengd í vináttunni erum við risar.

Ljós og kærleik sendi ég ykkur öllum.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.12.2008 kl. 12:06

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góðan og blessaðan daginn, vona að heilsan sé þokkaleg, hér er líka hæklast áfram, en gengur pínu betur, ég er glöð með það. Knús í norðrið

Ásdís Sigurðardóttir, 30.12.2008 kl. 16:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.