Nú undrandi ég er.

Er bara sagt nei, svo aldeilis hissa á að þeir skuli bara afþakka
þeirra heimsókn, kannski eru þeir í ráðuneytinu að reyna að
ganga í augun á okkur þefnum sínum, þeir vita nú alveg hvaða
hug þjóðin ber til þeirra sem drepa börn.

Skiptir svo sem ekki máli af hvaða ástæðu þeir afþökkuðu,
Bara gott að þeir gerðu það því ég er nú ansi hrædd um að
í þessu ástandi sem allt er í dag, hefðu orðið gífurlegar
mótmælaaðgerðir.

Hugsið ykkur hrokann og dónaskapinn að bara tilkynna að þeir
væru að koma, í staðin fyrir að óska eftir því, eins og siðlegt er,
en þeir vita náttúrlega ekkert um hvað er siðlegt eður ei.


Fréttavefurinn hefur eftir Sheetrit, sem verður sendur til Belgíu,
að hann skilji ekki hvers vegna heimurinn sé á móti aðgerðum
Ísraelsmanna á Gasa. „Enginn ætti að kvarta við okkur yfir
eyðileggingunni á Gaza, heldur ættu þeir að tala við Hamas.
Við hverju búast þeir? Að hús verði reist á stríðstíma?
"

Ég taldi mig nú nokkuð vita hvað siðleysi er, en drottinn minn
dýri, þessi yfirlýsing keyrir nú alveg um þverbak.

Alþjóðasamfélagið verður að stoppa þessi morð og það ekki
seinna enn í gær.


mbl.is Heimsókn Ísraela til Íslands afþökkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mátti nú bara til með að kvitta hjá þér Milla mín úr því að ég er svona vel vöknuð við að kíkja á klukkuna. Annars veit ég ekki hvað er að gerast þú ferð að sofa seint og um síðir og ég vakna fyrir allar aldir.

Já þú ert hissa á þessu, kannski voru þeir bara að hugsa um sparnaðinn.

Ljós inn í daginn þinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 09:26

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn mín kæra, já þetta er ekki einleikið með okkur.
Já þú meinar það, "sparnaðinn", datt það eigi í hug
Ljós í þinn dag
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 09:36

3 identicon

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 11:23

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 12:15

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til ykkar Hallgerður og Katla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.1.2009 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.