Steindauðar fréttir.

Á nú bara ekki til eitt einasta orð yfir þennan tíma sem
gengur yfir nú. Fréttatímarnir eru svo leiðinlegir, ekkert
glaðvært sagt, aldrei slegið á létta strengi.
hvað með það þó það sé verið að mynda nýja stjórn
þá er engin að fara í gröfina.
Auðvitað eru landsmálin háalvarleg, en þau batna ekki
sama hvað við vælum og skælum.Crying

Nú sagt er að viðræður gangi vel í myndun nýrra stjórnar
á milli Samfylkingar og Vinstri Grænna með stuðningi
Framsóknar.
Eitt er það málefni samt sem eigi er samstaða um og er
það hvort frysta eigi eignir auðmanna ef til þess þykja
ærnar ástæður.
Þeir geta svo sem fryst atvinnuhúsnæði ( held að það sé ólöglegt)
en sjáið konurnar eiga yfirleitt séreign og eru það aðrar eignir
og peningarnir á einhverjum eyjum úti í ballarhafi, svo langt í
burtu að við náum þeim ekkiLoL
Spyr ég stórum; er þetta það nauðsynlegasta og þarf að þrasa um
það?

Nú það stendur ekki á skítkasti á milli Sjálfstæðisflokksins og
Samfylkingar um stjórnarslitin, það er auðséð og heyrt að það
eru að koma kosningar og ætla ég að biðja fólk að muna sko
muna að þessir flokkar voru við stjórn er allt hrundi, engin
getur neitað því, og það þýðir ekkert að segja: ,, Já en ef"

VG segja að ekki eigi að kjósa um inngöngu í ESB í kosningum
í vor.

Frjálslyndir eru nú ekkert vissir um að þeir styðji þessa stjórn.

Fjandinn hafi það gott fólk, það eru mörg brýn verkefni sem þarf
að leysa og hvernig væri að snúa sér að þeim, en ekki að þrasa
um eitthvað sem skiptir minna máli.
Þið eigið nú bara að stjórna í 2-3 mánuði.

Eigið góðan dag í dag.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auður Proppé

Góðan daginn Milla mín

Mér líst ekkert á þetta, endar með ósköpum enda er hver að hugsa um sinn rass ekkert annað.  Vinstri stjórnin mun ana áfram til að sanna hvað þeir eru "frábærir" við þjóðina, allt til að ná kosningu í vor og hvað svo?

Ljós í daginn þinn

Auður Proppé, 28.1.2009 kl. 08:35

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála þér þessi stjórn er bara í kosninga undirbúningi.
Það eitt er víst að þeir gera eitthvað heilmikið en skilja svo eftir lausa enda í allar áttir.
Ljós í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 08:38

3 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hætt að nenna að fylgjast með þessu.

Ía Jóhannsdóttir, 28.1.2009 kl. 09:43

4 Smámynd: Anna Guðný

Hætt að lesa núna í bili, engar fréttir. Horfi ekki á fréttir í sjónvarpi. Hef ekki horft á heilan fréttatíma síðan allt hrundi í okt.  Ég verð bara stressuð út af möguleikunum. En eiginmaðurinn er aldeilisánægður með alla þessa auka fréttatíma

Anna Guðný , 28.1.2009 kl. 13:09

5 Smámynd: Anna Guðný

Einhver tregða hérna í netinu, henti athugasemdinni áður en ég var búin. Sem sagt eiginmaðurinn lætur mig vita ef eitthvað markverk gerist

Anna Guðný , 28.1.2009 kl. 13:11

6 identicon

Mér líður bara ágætlega sama hvað gerist eða gerist ekki finnst að þessar breytingar séu í rétta átt, það er þó allavega eitthvað að gerast. Steingrímur komin með stjörnur í augun það er alveg nýtt. Finnst frábært að fá Jóhönnu inn, ég hugsa pólitíkina út frá fólki en ekki flokkum, lýst vel á þennan og hinn þó þeir séu ekki samflokka. Finnst nú bara fyndið þetta með hann Guðmund Steingrímsson 101 drenginn, að ætla að bjóða sig fram í norðvesturkjördæminu. Gerast landbyggðapólitíkus af því að pabbi og afi voru þarna í framapotinu.

Knús

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 14:28

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sleppti fréttunum í dag.

Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 14:31

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sama hér Ía mín nenni bara ekki að horfa, en auðvitað síast eitthvað inn þegar Gísli er að horfa hann er fréttasjúkur.
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 14:55

9 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Auðvitað ert þú sammála Auði Vallý mín, ég er líka smeyk um að þeir munu vinna meira að sínum hag heldur en okkar
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 14:58

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Anna Guðný mín, rétt hjá þér að hætta bara að horfa og hlusta
Það er hvort sem er endalausar getgátur.
Ég fyrir mitt leiti bíð eftir kosningum í vor.
Þessir karlar okkar geta eigi án frétta verið, svo er verið að tala um að kvenfólk sé svo forvitið.
Knús
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 15:01

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Nokkuð sammála þér með Jóhönnu og er ekki að velta mér upp úr þessu dags daglega, en hvað segir þú ætlar Guðmundur að bjóða sig fram í norðvestur kjördæmi. Hann ætlar sem sagt að fara troðnar slóðir.
Sástu svarið mitt í fyrir svefninn?
Knús
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.1.2009 kl. 15:05

12 identicon

Já, já ég er búin að lesa og skrifa meira hjá þér. Þó að við séum ekki skildar nema í áttunda lið þá erum við Auður aftur á móti fimmmenningar. Það er bara ekki svo langt aftur. Það er gaman að þessu hvernig Íslendingar eru allir skyldir öllum svakaleg lítil blöndun á þessari þjóð. 

 

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband