Þarf að halda blaðamannafund?

Flott skal þar vera bara að halda blaðamannafund til að
tilkynna um málið. Fannst hann nú frekar vandræðalegur
.

Steingrímur á fundi með fréttamönnum í dag.

Ákvörðun um hvalveiðar stendur

Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra tilkynnti í sjávarútvegsráðuneytinu í dag að ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, forvera síns, standi óbreytt fyrir yfirstandandi ár.

Ég er nú eigi hlynnt Hvalveiðum, en geri mér fyllilega grein
fyrir nauðsyn þess að halda jafnvægi í stofnum hafsins.
Æi kannski er ég bara á móti veiðunum að því að þetta
eru svo flottar skepnur, það vita allir sem séð hafa þær
stökkva og leika sér.

Skal tekið fram að ég er alin upp við að fá hvalkjöt að borða
og þótti það bara gott

Á hinn bóginn tók hann af öll tvímæli um að hvalveiðimenn geti ekki gengið að því sem vísu að ákvörðun fyrrverandi ráðherra standi hvað varðar veiðar næstu fjögur ár

Það vaknar hjá mér spurning: ,,Ef Steingrímur er fastur í
ákvarðanatöku fyrirrennara síns núna, af hverju þá ekki
einnig næstu fjögur árin, hvað mun breytast?"

Þóttist sjá að þetta væri ekki auðveld framsaga hjá
Steingrími.


mbl.is Ákvörðun um hvalveiðar stendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sjálfsagt að veiða hval af skynsemi við verðum að nýta auðlindirnar

Ólafur Th Skúlason, 19.2.2009 kl. 10:02

2 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Held þessi stjórn sem nú situr viti ekkert í sinn haus frekar en forverðar þeirra.  Svo bara góðan dag Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 19.2.2009 kl. 10:09

3 identicon

Það sem er merkilegt í þessu öllu saman er ekki það hvort eða hvort ekki hvalur er veiddur, heldur það að Steingrímur Jóhann er svo vægt sé til orða tekið búinn að drulla uppá bak með öll sín prinsipp.

Og það alvarlega í þessu er að það er sama úr hvaða flokk menn koma stólarnir eru svo viðurkunnanlegir að menn gera allt til að haldast á þeim.

Þetta er maður sem í gegnum árin lýsa þessu og hinu yfir, tónhæð hans hefur lækkað um að minnsta kosti 60 desibil eftir það eitt að verða ráðherra.

Steingrímur Jóhann er ekki hugsjónar maður heldur loddari af verstu sort.

Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 10:17

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit ég það Ólafur Th, tengdasonur minn er sjómaður svo ég fæ það beint í æð hversu mikilvægt það er að halda jafnvægi.
Takk fyrir þitt innlit.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 11:16

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Ía mín, svo sammála erum við um þetta, þó þeir haldi að þeir séu að gera rétt þá eru þeir að komast að því að eigi valda þeir þessu frekar en annar, ég vill fá Þjóðstjórn.
Knús í daginn þinn

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vilbogi minn það er rétt að stólarnir trekkja sem okkur finnst að sé svolítið asnalegt. Man eftir er þið krakkarnir voruð að alast upp á Ásabrautinni að lítið var um stóla í þeim hóp, enda voruð þið bara flottir krakkar sem leystu ykkar vandamál sjálf.

En skal segja þér til gamans fyrir þig og fleiri að Steingrímur J. var fyrir margt löngu virkilega skemmtilegur ræðumaður, en með árunum varð hann bara þreyttur að ég tel, því áður en hann fór í þessa stjórn var bara leiðinlegt að hlusta á hann, en núna er það óþolandi afskræmt.
Kveðja til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er sammála því að veiða hval í hófi, þeas. ef það er markaður fyrir hann. Trúi því að við þurfum að grisja stofnana svo þeir éti ekki allan fiskinn frá okkur.

Rut Sumarliðadóttir, 19.2.2009 kl. 13:10

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það er nú víst þannig Rutla mín.
Knús til þín

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.2.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband