Er leikritið ekki á enda?

Ég hefði haldið að Davíð væri búin að fá nóg og hefði haldið að
hann mundi nú bara slappa af með sinni konu, fara svo í eitthvað
sem skemmtilegt væri er tilbúin til þess hann væri.

Eða er það þannig að hann geti ekki hætt eins og sumum mönnum er
er tamt?


Hvort sem hann fer í framboð eða ekki þá hef ég alltaf sagt að
næsta ríkisstjórn verður Sjálfstæðið og Framsókn bíðum og sjáum.


mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í guðana bænum Milla NEI!.enda líka gangi sú spá þín eftir er mál að skoða sálarlíf landans. Við fáum jú þá stjórn sem við eigum skilið..

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 14:38

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Langbrókin mín ég get bara ekki gert að því þó ég telji sálina í landanum ekki í lagi, hún er eigi vöknuð, en mun gera það er allt er komið í kalda kol. það er nefnilega gósentími núna miðað við það sem á eftir að gerast.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2009 kl. 15:14

3 Smámynd: egvania

Víst verðum við Milla mín í meiri hluta ekki spurning !

Ef satt skal segja þá verður það örugglega sjálfstæðisflokkurinn, ég hef nú ekki mikla trú á að þessi blessaða ríkisstjórn verði lengi við lífið úr því sem komið er.

Ég hef verið að hlusta svona með öðru eyranu og hef misst af einhverju en mér finnst þetta vera sama tuggan aftur og aftur.

Kærleiks knús eða má ekki skrifa þetta lengur.

egvania, 27.2.2009 kl. 15:17

4 identicon

Hélt við hefðum afgreitt þetta í gærkveldi Milla mín? Davíð vill hlæja best sem síðast hlær. Held að hann fari nú ekki í framboð en mig mun samt ekki undra það. Eyþór Arnalds er að standa fyrir þessu á Suðurlandinu. Davíð á hins vegar eftir að henda nokkrum handsprengjum fljótlega sem mun breyta viðhorfum fólks á ýmsum mætu fólki sem hallast meira til vinstri. Reyndar líka þeim sem hallast til hægri. Oftast er öruggast að halda sig við miðjuna. Aftur takk fyrir súper andlega næringu í gærkveldi.....þú færð frið til að skrifa kvöldfærsluna í kveld mín kæra.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:35

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Afgreiddum þetta í gærkveldi og takk fyrir síðast.
hann er ekkert að fara fram enda fresturinn runnin út, og satt eins og við ræddum um þá koma handsprengjurnar hver á fætur annarri, það verður gaman að fylgjast með.
Fyrir miðju held við skiljum hvort annað bara nokkuð vel þar.

það voru góð skipti að fá þig í heimsókn og sleppa kvöldfærslunni
veistu maður getur ætíð bloggað, en ekki alltaf átt góða kvöldstund með góðum vini.
Knús til þín og þinna vona að litla ljónið sé betri.
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.2.2009 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband