Þær standa saman konur á þingi.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir nýja stjórnarskrárnefnd stríða gegn anda jafnréttislaga og vill að þingflokkarnir endurskoði tilnefningar í nefndina, þar sem sitja nú átta karlar og ein kona. Konur úr öllum flokkum taka undir þessa kröfu.

Flott að þær skulu standa saman konur sama í hvaða
flokki sem þær eru.
Það er að sjálfsögðu fyrir neðan allar hellur að karlremban
skuli halda áfram bara eins og þeir séu einir í heiminum.

Ragnheiður Ríkharðsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks segir þetta senda skilaboð um ójafnræði milli karla og kvenna. Það þurfi að breyta viðhorfum í þessu máli eins og öðrum. Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir karla hafa skrifað gömlu stjórnarskrána og nú sé komið að konunum.

Já þeir gerðu það svo sannarlega og það er komið að
konunum. við erum alveg jafn færar og þeir, ef ekki betri
.

Flokkarnir tilnefndu sjálfir í nefndina, Sjálfstæðisflokkurinn valdi fjóra karla, Samfylkingin tvo, Vinstri grænir einn, Frjálslyndir einn en Framsóknarflokkurinn skipaði Valgerði Sveirrsdóttur sem er því ein kvenna í nefndinni.

Þetta var sko alveg eftir öllum reglum eða hitt þó heldur.
Framsókn ætlar sér lengra en nef þess nær í komandi
kosningum, tilnefnir því konu.
Hinir hugsa ekkert og tilnefna því bara karlmenn, ja hérna
þvílíkir karlmenn.


mbl.is Þingkonur mótmæla karlanefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Karlremban enn eina ferðina, segi nú ekki meira. Sammála þér með að karlarnir skópu stjórnarskrána og væri gott ef konur kæmu meira að því núna, sú gamla er gatslitin.

Rut Sumarliðadóttir, 13.3.2009 kl. 17:11

2 Smámynd: Anna Guðný

Heyrðu Milla min, Norðurport er opið laugardaga 11-17 og sunnudaga 12-17.

Mér finnst þetta eiginlega alveg ótrúlega klaufalega gert. Samfylkingin er eitt en hvenær skyldi Sjálfstæðisflokkurinn ætla að uppfæra sig?

Hafðu það gott ljúfan.

Anna Guðný , 13.3.2009 kl. 17:22

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svo satt og rétt Rutla mín og vonum að konurnar gefist ekki upp í baráttunni.
Ljós í helgina þína.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 19:11

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskan gott að vita og þetta er þarna á horninu er það ekki?

Uppfæra sig, það er stór spurning.
Ljós til þín elskan

Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.3.2009 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.