Fyrir svefninn.

Við erum búin að eiga æðislegan dag í dag, erum öll komin
Hingað heim, leiðinda veður á leiðinni, en hafðist elsku Gísli
minn fór ekkert á taugum þó ég væra að aka með honum í
hvívetna.
Byrjuðum á því að fá okkur kaffi og brauð í bakaríinu við Brúnna
síðan að heimsækja nýju fiskbúðina hjá Halla og Huld og varð
ég afar hrifin af fiskbarnum, keyptum okkur einn rétt til að hafa
í kvöldmatinn, það er þannig að þú velur þér fisk sem er settur
í álbakka síðan grænmetið sem þú vilt hafa með þar ofan á kemur
rækja, það er ef þú villt, svo klikkuð sósa og ostur ofan á
Þetta er bakað í ofni í 20 mínútur, BINGÓ,og borðað sko ég taldi
að ég væri að kaupa of mikið, en þetta Halli mátti vera meira.
Við höfðum ekkert með þessu, en örugglega gott að hafa
brún grjón með.
Fiskbúðin heitir Heimur Hafsins öllum sem búa á Akureyri og
Nágrenni er óhætt að fara að versla við þau Halla og Huld.
Eva dóttir Huld mun vera í búðinni í sumar.
Takk fyrir okkur elskurnar þetta var æði.

Nú þá var að vitja um djammarana þær voru rétt vaknaðar,
við settumst smá og spjölluðum, aðallega við hundana sem
voru þrír Tinna, Tiger og Neró.
Alltaf jafn gaman að koma til Ernu.

Síðan fórum við gamli á undan í Norðurport, þær komu seinna.
Ekki var nú dónalegt að koma þangað, Anna Guðný gekk með
okkur um allt við keyptum okkur kleinur, flatbrauð, reyktan
rauðmaga og svo á næsta bás keypti ég mér tvær bækur
aðra ljóðabók og hina með svona allskonar öfugmæla og
skemmti sögum.
Svo er hægt að kaupa sér kaffi og meira að segja að láta spá
fyrir sér, svo endilega kíkið í Norðurport.

Þá var það hittingurinn, hann heppnaðist að vanda mjög vel
Doddi og Veiga komu aðeins til að knúsa okkur, en Veiga er
alveg komin að því að eiga lítið barn, svo þau stoppuðu stutt.
Það komu líka Víðir, Halli, Huld og Eva, við Gísli, Dóra mín og
dætur hennar Sigrún Lea og  Guðrún Emilía,Erna mín elskuleg
Ásgerður, Sigga, Anna Guðný, Unnur. Ef ég gleymi einhverjum
þá verður einhver til að setja ofan í við mig.
Það var bara æðislega gaman hjá okkur, eins og alltaf.

Smá grín í lokin.

Gömul kerling um bónda í sveitinni.
,, Svo dró hann annað augað upp í punginn á sér."

Sama kerling sagði um annan sveitunga, sem henni
þótti sýna sér yfirlæti:
,, Hann þykist víst of stór upp í mig."

Þetta er um er fólk kann ekki vel það sem það er að segja
og er úr bók eftir Jón Hjaltason.


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

góða nótt

vorið er á næsta leyti

Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Sigríður B Svavarsdóttir

Gott að ykkur gekk vel heim Milla mín.. Takk fyrir daginn, hann var fínn en alltof stuttur...

Góða nótt ljúfust mín..<3

Sigríður B Svavarsdóttir, 28.3.2009 kl. 22:51

3 Smámynd: Auður Proppé

Góða nótt elskuleg

Auður Proppé, 28.3.2009 kl. 23:09

4 Smámynd: Erna

Milla mín, mig grunaði það að heimferðin yrði ekki skotfljót miðað við hvernig veðrið var þegar þið lögðuð af stað. En svona þér að segja get ég dundað mér við að hafa áhyggjur af væntanlegri suðurferð minni, vegna þess að veðurspáin leyfir það En hvað varstu að tala um djammara? Ekki þó mig og Dóru?   En takk Milla mín fyrir samveru og spjall um helgina. Þú ert yndisleg og mér þykir vænt um þig Kveðja til Gísla og ég er mikið að spá í það hvort hann sækji mig ekki bara á morgun, ef söknuðurinn ætlar að verða mér um megn Knús á ykkur öll og góða nótt

Erna, 28.3.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott að þið eruð komin heim heil á höldnu eftir vel heppnaðan dag  Góða nótt Milla mín

Sigrún Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 23:33

6 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir í dag Milla mín. Ég þurfti að klára vaktina í Norðurporti svo ég kom aðeins of seint og missti því af Dodda og Veigu. Gaman að þau komu aðeina að kíkja á.

Sjáumst

Anna Guðný , 29.3.2009 kl. 00:24

7 identicon

Gott að þið eruð komin heim og búin að gæða ykkur á fína fiskinum frá Halla.  Að vanda var gaman hjá okkur..

Unnur María Hjálmarsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 01:21

8 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og kveðja

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 29.3.2009 kl. 01:40

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Var alveg með þér í huganum á ferðalaginu hér á síðunni.  Mikið væri gaman að hitta allar þessar góðu konur einn daginn.   

Ía Jóhannsdóttir, 29.3.2009 kl. 09:01

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hólmdís mín vonandi er það, heldurðu að það sé ekki eitt hret eftir?
Knús í daginn
Milla

Sigga mín hann er alltaf of stuttur, en við þurfum að hittast, þú kemur bara einhvern tímann í heimsókn
Ljós til þín og takk fyrir daginn
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 09:35

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Auður mín.
Sendi þér ljós.
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 09:37

12 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Jú elskan ég vað að tala um ykkur djammararnir ykkar, en það er gott á meðan það er á menningarlegum nótum.
Gísli mundi örugglega sækja þig að N1, þú yrðir að koma þangað
Takk fyrir okkur elskuleg.
Ljós til þín og við elskum þig
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 09:40

13 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Sigrún mín og takk fyrir góðar kveðjur.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 09:42

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já það var gaman að sjá þau við Dóra þekkjum Veigu svo frekar ljúft var þetta. Takk fyrir samveruna skemmtileg að vanda.
Ljós til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 09:43

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Góðan daginn Vallý mín það var æðislega gaman hjá okkur.
höfum samband.
Ljós til þín elskan
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 09:45

16 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Unnur María mín takk fyrir daginn í gær við hefðum sko getað hellt okkur í ættfræðina.
Ljós til þín
Milla.

Góðan daginn Dúna mín
Ljós á Skerið
Milla.

Ía mín það yrði nú yndislegt ef það kæmi upp á einhvern tímann.
Ljós til þín elskuleg
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 29.3.2009 kl. 09:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband