Fyrir svefninn.

Þessi er tekinn út um eldhúsgluggann mjög skemmtilegt.
maður sér ekki út yfir skjálfandann og yfir í Kinnafjöllin.

100_8139.jpg
Þessi út um vaskahúsdyrnar, Gísli mokaði smá svo Neró gæti pissað.

100_8137.jpg

þessi út um stofugluggann skaflinn nær alveg upp í horninu.100_8140.jpg

100_8141_821372.jpg

Bíllinn er í fínum snjóbílskúr tekið út um útidyrnar og skaflinn
fyrir aftan er jafn hár bílnum svo við komumst ekki neitt.

3395371895_02d12ee049vitamaerin_by_milla_821374.jpg

Verð að setja þessa inn, tekin af Millu minni af Viktoríu Ósk
bakgrunnur þessi er mixaður áður en myndinni af henni er sett inn.

Eina góða við snjóinn er að hann einangrar svo að maður lækkar
í öllum ofnum.

Stökur

Sætum lags við ljós og yl
lífgum hagsins brautir.
Látum bragsins léttu spil
lina dagsins þrautir.

Silfrið bjart við heimi hlær,
hefir margt að bjóða,
en ekkert skartað auður fær
á við hjartað góða.

Bjarni Halldórsson, Uppsölum
( 1898-1987


Góða nótt kæru vinir
HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Úpps, það er vetur hjá þér mín kæra,  ekki svona mikill snjór hjá mér, ekki nálægt því :)   Falleg mynd af skvísunni  Góða nótt mín kæra og vona að það vori fljótlega....

Erna Friðriksdóttir, 30.3.2009 kl. 21:01

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætla sko að vona það Erna mín.
Knús Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 30.3.2009 kl. 21:07

3 Smámynd: Auður Proppé

Ja hérna, ég heyrði að það væri mikill snjór hjá ykkur en þetta er ekkert smáræði.  Eins gott að reyna ekki að setja niður kartöflur í þessu veðri, þú verður bara að nota hækjuna til að grafa þig út Millan mín. 

Góða nótt og sofðu rótt í alla nótt.

Auður Proppé, 30.3.2009 kl. 21:43

4 Smámynd: Anna Guðný

Auður með húmör, þú yrðir nú fín með hækjuna í snjósköflunum

Flottar myndir.

Hafðu það gott

Anna Guðný , 30.3.2009 kl. 22:48

5 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Það er nú gott að fá snjó ef maður þarf ekki út í hann, hér eru skaflarnir upp á miðja glugga. En gott að þetta er ekki alltaf svona.   Kvitt og kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.3.2009 kl. 00:23

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég fer bara ekkert út Auður mín

Já ég mundi sko spjara mig ef ég þyrfti
myndirnar sýna ástandið.

Já voru ekki bara allir inni á Skerinu í gær

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 09:55

7 Smámynd: Ólöf Karlsdóttir

Milla mín hvað ertu að gera með allan þennan snjó Og flott myndin af Viktoríu Ósk ,og það er mikið fallegt nafn ,enda hún gullfalleg Óla

Ólöf Karlsdóttir, 31.3.2009 kl. 15:31

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Óla mín, en snjórin er mikill og ekki spáir hann gæfulega fram að helgi.

Knús til þín og Völu
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 31.3.2009 kl. 19:09

9 identicon

Dapurt að heyra Hólmdís. Mikið slæmt að missa þína starfskrafta en Noregur nýtur góðs af. Trúi því að þú þurfir að kveðja víkina og pant fá að hitta þig,gæti verið gaman að "baukast"

Bestu kveðjur. Magga.

magga (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 21:50

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Eitthvað skolast til hér Magga mín, en allt í lagi bara efast um að Hólmdís lesi þetta hér.
Kveðjur til þín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 1.4.2009 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband