Í sátt og samlyndi

Vatnsstígur 4 var einu sinni glæsilegt hús og mætti gera það
upp og fylla það lífi eins og áður var.
Ég er nú að heyra um það hér að það hugnist eigendum að
gera moll á þessum stað, eiga þá bílastæðin að vera neðanjarðar?

Hver á eiginlega þetta hús og gerir hann sér ekki grein fyrir því að
það mun eigi gera sig að reisa moll á þessum stað ef að fólk vill
eða þarf að fara í moll þá getur það bara farið í smáralindina eða
Kringluna og eru þau ekki fleiri?


Það á ekki að byggja stórhýsi inni á þessu svæði sem á að vera
algjörlega í gamla stílnum.
Ég vona að það sé verið að taka þetta heildrænt í skipulagi þó svo
að allt komi ekki strax.
Við vitum alveg þó fáir vilji viðurkenna það að Fjalarkötturinn átti
aldrei að fara og svo margt og margt sem betur hefði mátt gera
bara ef menn hefðu ekki verið fastir í græðgi, já ég segi græðgi
því það er hún sem stjórnað hefur öllum þeim gjörðum sem
illa hafa farið í fólk.
Tökum elsta dæmið sem ég man eftir og hrekk enn þá í kút er
ég augum lít: "Morgunblaðshöllin"
þARF ÉG AÐ SEGJA MEIRA?


Ég er svo meðfylgjandi því sem er verið að gera og er bara stolt
af þessu unga fólki okkar sem þarna stendur keikt og ætlar sér
að gera sitt besta til að öllum geti liðið betur.
Og krakkar verið ekki að hylja andlit ykkar því þið eruð bara flott.

MOLL hef ekki heyrt vitlausara, það er kreppa og botninum hefur
ekki verið náð, stoppum aðeins við og metum gildin upp á nýtt
Hvað viljum við með okkar líf og hvernig getum við farið inn á þá
stefnu sem breytir okkar lífi og hugsun til hins betra.

Þið sem búið í glerhúsunum með snobbið í forgrunni eða hræðslu-
brosið og vitið í raun ekki hvernig þið eigið að vera,
hunskist bara út og opnið augun og gerið eitthvað af viti.

Þegar ég var að alast upp var Reykjavík yndisleg borg, þar voru
saman allskonar fólk, í dag sem betur fer, er einnig allskonar fólk.
Það eru þeir sem telja sig heila á öllum sviðum, drykkjumenn,
dópistar, fólk sem á ekki neitt nema sjálft sig, geðveikir, fatlaðir,
þroskaheftir og lengi mætti telja.

EN ÞETTA ER ALLT OKKAR FÓLK SAMT SEM ÁÐUR.
HÆTTUM ÖLLUM FORDÓMUM OG KOMUM FRAM
AF EINLÆGNI EKKI YFIRBORÐMENNSKU


Eigið góðan dag í dag kæru landsmenn
og endilega látið ykkur varða um málin
.Heart

 


mbl.is Götuvirki hústökufólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Falleg hugsun að morgni Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 15.4.2009 kl. 08:29

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég vona að það séu fleiri um hana elsku Ía mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.4.2009 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband