Fyrir svefninn.

                Rommel fer í frí

,,Það er mér mikill léttir að vita að á meðan ég verð í burtu
verða sjávarföllin óhagsstæð fyrir landgöngu.
Auk þess sem loftmyndir gefa enga ástæðu til að ætla að
árás sé yfirvofandi."
Með þessum orðum kvaddi Erwin Rommel, yfirmaður þýska
heraflans sem átti meðal annars að sjá um strandvarnir í
Normandy, foringja sína þegar hann hélt heim í verðskuldað
frí hinn 5. júní 1944.
Um kvöldið, eða nákvæmlega 15 mínútum eftir miðnætti, hófst
stórfelldasta innrás hernaðarsögunnar þegar herir bandamanna
réðust inn í Normandy.

                  ******************************

,, þú ættir að líta inn til hans Jóns gamla. Hann er orðin steinblindur,
   karlauminginn, og hefur gaman af að sjá kunningja sína."
                             Gamall borgfirskur bóndi.

,, Ja, hún er nú slæm í fótunum en hún er góð þar á milli."
         Eiginmaður aðspurður um heilsu konu sinnar.

Þetta er nú úr bókinni Heimskupör og trúgirni. Jón Hjaltason.

Annars er ég bara góð, eins og þið vitið fór ég til tannsa í morgun
og verð bara að viðurkenna að ég gerðist bara ekkert hrædd er hann
byrjaði að kroppa þetta drasl úr mér, vorkenndi honum að þurfa að
standa í þessum fjanda, þær eru nefnilega ofurfastar í mér tennurnar,
en fyrir rest tókst þetta, á svo tíma eftir hálfan mánuð þá á að gera
við og fínisera.

En morguninn byrjaði á hinum venjulegu verkum, glumdi svo ekki
dyrabjallan klukkan níu maður hrekkur nú í kút, Gísli til dyra, þá var
þetta Aþena Marey sem vildi að afi léti á hana plástur, en sárið sást
nú eiginlega ekki, hún fékk plástur kyssti okkur bæði bak og fyrir og
sagðist sjá okkur seinna í dag,  sem hún stóð við, sagði að sér sviði
svolítið í sárinu við horfðum á Tímo og púmba saman mamma hennar
hringdi eftir henni um sjö leitið, en er nokkuð yndislegra en að fá
svona heimsókn að morgni til og eða hvenær sem er.

Góða nótt kæru vinir HeartSleepingHeart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.